Skaðabótaábyrgð barna

14 apr. 2009

Lagadeild Háskóla Íslands og umboðsmaður barna efna til málstofu um Skaðabótaábyrgð barna þann 17. apríl nk. kl. 12.15 í stofu 101 Lögbergi, Háskóla Íslands.

Tilefni fundarins er sú umræða sem hefur verið í samfélaginu síðustu misseri um skaðabótaábyrgð barna. Fjallað verður almennt um skaðabótaábyrgð barna, auk þess sem fjallað verður um nýfallinn dóm Hæstaréttar frá 26. mars sl., í máli nr. 263/2008. Þá verður einnig fjallað um tryggingaúrræði í tengslum við börn.

Framsögumenn eru Ingunn Agnes Kro, héraðsdómslögmaður hjá Landslögum - lögfræðistofu og aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands og Kjartan Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri tjónaþjónustu TM.

Fundarstjóri er Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna.

Málstofan er samstarfsverkefni milli lagadeildar Háskóla Íslands og umboðsmanns barna og eru allir velkomnir.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica