Barnahús í Noregi að íslenskri fyrirmynd

17 apr. 2009

Þann 1. nóvember 2007 hóf Barnahúsið í Bergen starfsemi og komu fyrstu börnin til meðferðar í janúar 2008. Um var að ræða fyrsta Barnahúsið í Noregi og byggðu Norðmenn á reynslu frá Bandaríkjunum, Íslandi og Svíþjóð. Í Bandaríkjunum eru starfandi 750 Barnahús (Children´s Advocacy Center) þar sem þverfagleg teymi sinna rannsókn og meðferð vegna barna sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Ísland var fyrsta landið í Efrópu til að opna Barnahús en Barnahúsið á Íslandi hóf starfsemi 1. nóvember 1998 og fagnaði því 10 ára afmæli á síðasta ári. Íslenska Barnahúsið er fyrirmynd Barnahúsa í Noregi og Svíþjóð.

Barnahúsið í Bergen hefur nýlega birt ársskýrslu sína. Alls komu 184 börn til meðferðar í Barnahúsið í Bergen á árinu 2008, 102 stúlkur og 82 drengir á aldrinum 0-17 ára, flest voru börnin á aldrinum 5-15 ára. Þá var veitt ráðgjöf í 118 málum í 18 tilvikum var um að ræða líkamlegt ofbeldi, 81 málum kynferðislegt ofbeldi, í 4 málum höfðu börn orðið vitni að ofbeldi og í 22 tilvikum var veitt ráðgjöf vegna annars.

Í desember 2007 opnaði Barnahús í Hamar og fylgdu Barnahúsin í Tomsö og Kristjansand í kjölfarið en í undirbúningi eru Barnahús í Þrándheimi og Osló sem áætlað er að opna á árinu 2009. Styrkur Barnahúsanna er þverfaglegt samstarf og eru þau fjármögnuð af ríkinu. Hér má finna upplýsingar um Barnahúsin í Noregi.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica