Samningur um nýtt meðferðarúrræði í Eyjafirði fyrir unglinga í hegðunarvanda

4 maí 2009

Þann 22. apríl 2009 var undirritaður samningur milli Barnaverndarstofu og Akureyrarbæjar um nýtt meðferðarúrræði fyrir unglinga í hegðunarvanda. Á þessu ári eru liðin 10 ár frá því 8 sveitarfélög við Eyjafjörð gerðu með sér samning um stofnun sameiginlegrar barnaverndarnefndar. Af þessum tímamótum ákvað nefndin að 100. fundurinn yrði hátíðarfundur og var boðið til hans fulltrúum stofnaðila. Auk þess sem athygli fjölmiðla var vakin á fundinum.

Á fundinum var kynning á nýju meðferðarúrræði fyrir unglinga í hegðunarvanda í Eyjafirði og undirritaður þjónustusamningur Barnaverndarstofu og Akureyrarbæjar. Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri Akureyrar og Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu undirrituðu samninginn en um er að ræða sérhæfða þjónustu fyrir börn. Akureyrarbær mun koma á fót og starfrækja meðferðarúrræði fyrir unglinga með hegðunarerfiðleika og fjölskyldur þeirra.

Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára í samvinnu við Barnaverndarstofu, sem mun leggja til verkefnisins 10 milljónir króna árið 2009 og sömu upphæð á næsta ári, með fyrirvara um samþykkt þess í fjárlögum. Akureyrarbær mun ráða starfsfólk til verkefnisins og útvega því starfsaðstöðu. Ráðgert er að þjónustan geti byrjað næsta haust og að starfinu komi þrír starfsmenn í einu og hálfu stöðugildi.

Akureyrarbær skipar verkefnisstjórn sem hefur umsjón með úrræðinu, ber ábyrgð á handleiðslu og þjálfun starfsfólks og tekur afstöðu til umsókna um meðferð. Meðferðin stendur einkum til boða unglingum með hegðunarerfiðleika og neysluvanda og fjölskyldum þeirra. Þjónustusvæði verkefnsins nær til umdæmis barnaverndarnefndar Eyjafjarðar en heimilt er að taka til meðferðar fjölskyldur utan svæðis.

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica