Minnum á ráðstefnu Blátt áfram dagana 19-20 maí 2009

15 maí 2009

Ráðstefna Blátt áfram um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gagnvart börum verður haldin í Háskólanum í Reykjavík dagana 19-20 maí 2009. Markmið ráðstefnunnar er að skoða þær leiðir sem færar eru til að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Meðal fyrirlesara eru David Burton sem fjallar um rannsóknir og samanburð á meðferðarúrræðum fyrir unga gerendur. Hann mun einnig kynna helstu meðferðarúrræði fyrir þolendur ofbeldis. Þá mun Linn Getz vera með erindi um áföll í æsku en rannsóknir gefa til kynna að rekja megi orsakir sjúkdóma á fullorðinsárum og ótímabærs dauða til áfalla í æsku. Britt Fredenman mun kynna verkefni sem ætlað er að hjálpa unglingstúlkum sem misnota vímuefni, margar stúlknanna hafa orðið fyrir ofbeldi og tengir hún misnotkun vímuefna til þess. Einnig verður kynning á nokkrum úrræðum og verkefnum á þessu sviði hér á landi, þ.e. Barnahúsi, fræðsluefni á vegum Þroskahjálpar, SAFT, Stígamótum, Sólstöfum Vestfjarða og Blátt áfram.

Fyrirlestrar verða á ensku og íslensku, sjá dagskrá.

Skráning er á www.blattafram.is

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica