Fjölskyldumorgnar á bókasafninu/Family mornings at the library

14 sep. 2009

Borgarbókasafn Reykjavíkur fer nú af stað með fjölskyldumorgna þar sem fjölskyldum með börn á aldrinum 0-6 ára er boðið að koma og eiga saman góða samverustund á bókasafninu.
Boðið er upp á óformlega dagskrá um ýmis málefni. Leikföng og bækur fyrir börnin eru á staðnum og boðið verður upp á kaffisopa.
Um er að ræða tilraunaverkefni en nánari dagskrá verður mótuð í samstarfi við þátttakendur með þarfir þeirra og óskir að leiðarljósi.
Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis. Fjölskyldumorgnarnir byrja á þriðjudaginn 15 september.

Tími og staður:
Þriðjudaga kl. 10:30-11:30
Borgarbókasafn - Gerðubergssafn, Gerðubergi 3-5, 111 Reykjavík
Miðvikudaga kl. 10:30-11:30
Borgarbókasafnið – Grófarhús, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík

(English version)
Reykjavík City Library is starting a new program where families with children from 0-6 years old are invited to come to the library and enjoy a relaxed time together.
There will be an informal program about various topics. The library has toys and books for the children and there will be coffee for the adults.
This is a trial project and the program will be developed in cooperation with the participants, according to their needs and wishes.
Everyone is welcome and there is no charge. The family mornings will start on Tuesday September 15 th.

Time and place:
Tuesday at 10:30-11:30
Reykjavík City Library, Gerðuberg branch. Gerðuberg 3-5, 111 Reykjavík
Wednesdays at 10:30-11:30
Reykjavík City Library, main library. Tryggvagata 15, 101 Reykjavík

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica