Fjölgun tilkynninga í barnaverndarmálum

22 sep. 2009

Þegar fyrstu sex mánuðir áranna 2008 og 2009 eru bornir saman kemur í ljós að tilkynningum hefur fjölgað úr 3.962 í 4.737. Fjölgunin milli ára er tæplega 20%.
Fyrstu 6 mánuði ársins 2009 eru flestar tilkynningar vegna áhættuhegðunar barna eða 46,9% allra tilkynninga. Alls eru 33,8% tilkynninga vegna vanrækslu á börnum, 19% vegna ofbeldis gegn börnum og 0,3% vegna þess að heilsu eða lífi ófædds barns var stefnt í hættu. Í sískráningu barnaverndarnefnda var á árinu 2009 í fyrsta sinn spurt sérstaklega um áfengis-og fíkniefnaneyslu foreldra og heimilisofbeldi. Fyrstu sex mánuði ársins 2009 er 421 tilkynning þar sem tilkynnt var um vanrækslu og fram kemur að foreldrar eru í áfengis-og eða fíkniefnaneyslu. Það er tæplega 9% af heildarfjölda tilkynninga. Í tilkynningum um ofbeldi kemur fram að í 134 tilvikum er um heimilisofbeldi að ræða, eða tæplega 3% af heildarfjölda tilkynninga til nefndanna.

Tilkynnt var um 3.955 börn á fyrstu sex mánuðum ársins 2009 en sambærileg tala í fyrra var 3.412 . Tilkynnt hefur því verið um tæplega 16% fleiri börn á fyrstu sex mánuðum ársins 2009 en 2008. Ekki hafa áður borist tilkynningar um jafn mörg börn til barnaverndarnefnda landsins á hliðstæðu tímabili frá því að sískráning barnaverndarmála hófst.

Umsóknum um meðferðarheimili hefur fjölgað á þessu tímabili. Umsóknir voru 78 á fyrstu sex mánuðum ársins 2009 en í fyrra voru þær 68 á sama tímabili. Umsóknir um langtímameðferð standa nánast í stað á milli ára (fækkaði um eina), en fjölgun varð í umsóknum um greiningarmeðferð Stuðla og lítillega í vímuefnameðferð Götusmiðjunnar. Rúmlega 78% umsókna voru frá Reykjavík og nágrenni Reykjavíkur, en tæplega 22% umsókna frá nefndum á landsbyggðinni. Umsóknum um meðferð hefur fækkað frá nefndum á landsbyggðinni, en fjölgað frá Reykjavík og nágrenni Reykjavíkur miðað við fyrstu 6 mánuði ársins 2008. Fleiri umsóknir bárust fyrir drengi en stúlkur og meðalaldur barnanna hefur lækkað og er nú rúmlega 15 ár.

Á neyðarvistun Stuðla voru fyrstu sex mánuði ársins 2009 131 vistun, en vistunardagar samtals 804. Fyrstu mánuði ársins 2008 var ekki hægt að fullnýta neyðarvistun vegna bruna sem þar hafði átt sér stað. Raunhæfast er því að bera saman við árið 2007, en fyrstu sex mánuði þess árs voru fjöldi vistana 118, en vistunardagar 678. Fjöldi einstaklinga fyrstu 6 mánuði ársins 2009 voru 69, en 65 fyrir sama tímabil árið 2007. Fjöldi vistana og fjöldi vistunardaga fyrstu 6 mánuði ársins 2009 er því nokkru meiri en áður hefur verið mest í neyðarvistun.

Alls bárust 28 umsóknir um MST fyrstu 6 mánuði ársins 2009. Rúmlega 70% barnanna sem sótt var um fyrir voru drengir og meðaldur barnanna rúmlega 14 ár.
Umsóknum um fósturheimili fyrir börn fjölgaði úr 45 í 55 á umræddu tímabili. Fjölgunin stafar af fleiri umsóknum um tímabundið fóstur. Drengir eru í meirihluta þeirra barna sem sótt er um fóstur fyrir og er meðalaldur barnanna 13 ár.
Umsóknum fólks sem óskar eftir að gerast fósturforeldrar fjölgaði og voru umsóknir 32 á fyrstu sex mánuðum ársins 2009 en voru 25 fyrstu sex mánuði ársins 2008.

Hér má nálgast skýrsluna í heild en þar má sjá sundurliðun á þessum samanburði.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica