Norræn barnaverndarráðstefna NBK2009

23 sep. 2009

Norræna barnaverndarráðstefnan var haldin í Bergen, Noregi dagana 9.-11. september sl. en ráðstefnur af þessu tagi eru haldnar til skiptis á Norðurlöndunum á þriggja ára fresti. Norska barnaverndarsambandið bar hitann og þungann af skipulagningu ráðstefnunnar sem var vel sótt, alls tóku þátt um 500 manns, þar af voru 7 þátttakendur frá Íslandi. Dagskráin samanstóð af fyrirlestrum í aðalsal, málstofum sem þátttakendur völdu á milli. Meðal fyrirlesara var prófessor David Archard frá háskólanum Lancaster á Englandi sem talaði um "Children´s rights: the central tension". Hann fjallaði um tvo lykil þætti Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna er varða réttindi barna, grein 3 og 12 þar sem segir „það sem barninu er fyrir bestu“ og „réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif“. Benti hann á að sú greinilega spenna sem sé á milli þessara tveggja þátta hafi afgerandi áhrif á framkvæmdina. Fyrirkomulag ráðstefnunnar var með nokkuð ólíku sniði en áður þar sem andsvar var veitt eftir hvern fyrirlestur. Maria Kajsa Aula umboðsmaður barna í Finnlandi og Reidar Hjermann umboðsmaður barna í Noregi veittu andsvar við fyrirlestur David Archard. Anders Broberg, prófessor við Gautaborgarháskóla fjallaði um „Anknytningstheoribaserad forskning kan bidra till att förbättra arbetet med utsatta barn“ þar sem hann fjallaði um tengslakenningar og mikilvægi þeirra í tengslum við bætt vinnubrögð í málefnum barna í áhættu. Andsvar veitti Nicole Hennum, prófessor við háskólann í Osló. Karen Kildedal, lektor við Álaborgarháskóla fjallaði um „De udsatte börn og deres behov – hvad ved vi og hvilke konsekvenser får vores viden i det sociale arbejde?“. Fjallaði hún m.a. um þróun barnaverndar á Norðurlöndunum frá setningu barnaverndarlaga og gaf stutt yfirlit yfir rannsóknarniðurstöður sem sýna að barnaverndin hlutast aðallega til um málefni barna sem eiga foreldra sem standa höllum fæti í samfélaginu. Andsvar veitti Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Staffan Janson, prófessor við háskólan í Karlstad fjallaði um „Det förändrade barnmisshandelsmönstret i Skandinavien.“ Í máli hans kom m.a. fram sú viðhorfsbreyting sem orðið hefur hvað varðar líkamlegar refsingar gagnvart börnum síðast liðin 40 ár. Tarja Pösö, prófessor við háskólann í Tampere veitti andsvar. Lokafyrirlesturinn flutti Manuela Ramin-Osmundsen, lögfræðingur en erindi hennar bar yfirskriftina „Like rettigheter – ulike behov. Barnas posisjon i ulike kulturelle kontekster.“ Beindi hún sjónum að því hvort velferðarkerfið tryggi í raun jafnan rétt barna með ólíkan menningarbakgrunn.

Alls voru sex íslenskir fyrirlesarar með málstofur á ráðstefnunni:
• Anni G. Haugen, lektor við Háskóla Íslands – „Vold i hjemmet“
• Guðrún Kristinsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands – „Understanding of domestic violence knowlegde, experiences discourses a study among children in Iceland“
• Heiða Björg Pálmadóttir, lögfræðingur Barnaverndarstofu – „How do the courts protect children?“
• Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss – „Childrens´s house in Iceland“
• Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi Barnaverndarstofu – „Child physical abuse reports to the Child Protection service in Iceland“
• Valgerður Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsráðgjafafélagsins og formaður Stjúptengsla – „Stepfamilies in Iceland“

Áhugasömum gefst kostur á að hlusta á fyrirlestrana á málstofum Barnaverndarstofu, Barnaverndar Reykjavíkur og Félagsráðgjafadeildar Háskóla Íslands. Málstofurnar verða sem fyrr síðasta mánudag hvers mánaðar klukkan 12:15 til 13:15 í fundarsal Barnaverndarstofu, nánar auglýst síðar.

Aðalfyrirlestrar ráðstefnunnar munu birtast á heimasíðu ráðstefnunar auk þess sem hægt er að nálgast glærur frá öllum málstofum ráðstefnunnar.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica