Réttindi barna á stofnunum - skýrsla um framkvæmd tilmæla Evrópuráðsins

22 okt. 2009

Evrópuráðið hefur nú gefið út skýrslu um framkvæmd tilmæla ráðsins um réttindi barna á stofnunum (Rec(2005)5 on the rights of children living in residential institutions). Skýrsluhöfundur er Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, en hann sat í sérfræðingahópi sem samdi tilmælin. Tilgangur skýrslunnar er sá að varpa ljósi á framkvæmd aðildarríkjana er varðar grundvallarréttindi barna sem vistuð eru á stofnunum til lengri eða skemmri tíma, en talið er að það sé hlutskipti yfir milljón barna í Evrópu. Skýrslan byggir á niðurstöðum spurningalistakönnunar sem lögð var fyrir aðildarríkin sem tók til helstu þátta tilmæla ráðsins. Helstu niðurstöður skýrslunnar felast í ábendingum til aðildarríkjanna um þrennt sem betur megi fara. Í fyrsta lagi þurfi að treysta eftirlit með starfsemi stofnana, einkum með því að aðskilja betur ábyrgð vegna framkvæmdar og eftirlits. Í öðru lagi er víða skortur á að gæði umönnunar-/meðferðarstarfs séu tryggð með því að skilgreina lágmarks gæðastaðla. Loks er bent á að mikið skorti á að stuðningur og eftirmeðferð eftir að stofnanadvöl lýkur sé viðunandi og í samræmi við tilmælin. Skýrsluna má lesa hér.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica