Réttindi barna á stofnunum - skýrsla um framkvæmd tilmæla Evrópuráðsins

22 okt. 2009

Evrópuráðið hefur nú gefið út skýrslu um framkvæmd tilmæla ráðsins um réttindi barna á stofnunum (Rec(2005)5 on the rights of children living in residential institutions). Skýrsluhöfundur er Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, en hann sat í sérfræðingahópi sem samdi tilmælin. Tilgangur skýrslunnar er sá að varpa ljósi á framkvæmd aðildarríkjana er varðar grundvallarréttindi barna sem vistuð eru á stofnunum til lengri eða skemmri tíma, en talið er að það sé hlutskipti yfir milljón barna í Evrópu. Skýrslan byggir á niðurstöðum spurningalistakönnunar sem lögð var fyrir aðildarríkin sem tók til helstu þátta tilmæla ráðsins. Helstu niðurstöður skýrslunnar felast í ábendingum til aðildarríkjanna um þrennt sem betur megi fara. Í fyrsta lagi þurfi að treysta eftirlit með starfsemi stofnana, einkum með því að aðskilja betur ábyrgð vegna framkvæmdar og eftirlits. Í öðru lagi er víða skortur á að gæði umönnunar-/meðferðarstarfs séu tryggð með því að skilgreina lágmarks gæðastaðla. Loks er bent á að mikið skorti á að stuðningur og eftirmeðferð eftir að stofnanadvöl lýkur sé viðunandi og í samræmi við tilmælin. Skýrsluna má lesa hér.

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica