Nýjar kannanir á heimilisofbeldi

23 okt. 2009

Þann 15. október sl. kynnti félags- og tryggingamálaráðuneytið niðurstöður tveggja nýrra kannana sem gerðar hafa verið í samræmi við aðgerðaáætlun stjórnvalda til að sporna við ofbeldi á heimilum og kynferðislegu ofbeldi.

Aðgerðaáætlun stjórnvalda tekur til áranna 2006–2011. Einn liður í henni er framkvæmd viðamikillar rannsóknar á ofbeldi karla gegn konum og ber félags- og tryggingamálaráðuneytið ábyrgð á þessum þætti.

Rannsóknin skiptist í fimm hluta og lauk fyrsta hluta hennar síðastliðið vor. Í henni var rætt við konur á aldrinum 18–80 ára og leiddu niðurstöður meðal annars í ljós að um 22% kvenna hafa einhvern tíma á ævinni verið beittar ofbeldi af maka eða fyrrverandi maka. Niðurstöðurnar bentu einnig til þess að um fjórðungur barna þar sem ofbeldi á sér stað í nánum samböndum hafi vitneskju um eða hafi orðið vitni að ofbeldi gegn móður.

Þeir hlutar rannsóknarinnar sem kynntir voru lúta annars vegar að félagsþjónustu og barnavernd og hins vegar að grunnskólunum. Fram kom að þörf er á aukinni þekkingu og fræðslu um heimilisofbeldi bæði til starfsmanna sem sinna ráðgjöf hjá félagsþjónustu og barnavernd auk samstarfsaðila s.s. starfsmanna leikskóla og lögreglu. Þá kom fram að sérþekkingu á sviði persónulegrar ráðgjafar skorti innan skóla og að tryggja þurfi þjónustu við nemendur þegar kemur að persónulegri ráðgjöf. Helstu niðurstöður og skýrslurnar í heild er að finna á heimasíðu ráðuneytisins.

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica