Barnasáttmálinn 20 ára

20 nóv. 2009

Á tuttugu ára afmæli Barnasáttmála S.Þ. er óhætt að fullyrða að hann hafi markað þáttaskil í málefnum barna víðs vegar um veröldina. Með honum öðlaðist sá skilningur alþjóðlega viðurkenningu að börn eru handhafar sjálfstæðra réttinda en ekki þöglir viðtakendur, lítið fólk með lítil mannréttindi. Efnisákvæði samningsins má telja til þriggja megin réttinda sem stundum hafa verið nefnd „hin þrjú V“: að vernda (t.d. gegn vanrækslu og ofbeldi); að vera með (rétturinn til þátttöku); og að veita (rétturinn til að njóta lífsgæða, t.d. menntunar og heilsuverndar).

Enginn sáttmáli S.þ. hefur fengið jafn víðtæka fullgildingu, raunar allra aðildarríkjanna utan tveggja. Það sem skiptir þó meira máli er að sáttmálin hefur reynst meira en orðin tóm, hann hefur verið undirstaða fjölmargra annarra alþjóðlegra samþykkta og tilmæla ásamt því að hafa sett mark sitt á löggjöf flestra ríkja heims.

Gildi Barnasáttmálans og lykillinn að velgengni hans er ekki einvörðungu fólgið í þeim efnisákvæðum sem hann hefur að geyma. Barnasáttmálinn er ekki aðeins lýsing á mannréttindum sem ber að tryggja börnum, heldur er hann jafnframt leiðbeinandi. Meginmarkmið samningsins – „það sem barni er fyrir bestu“ – felur í sér þann skilning að sáttmálinn er lifandi tæki til að bæta réttindi barna. Þannig er Barnasáttmálinn hreyfiafl breytinga.

Á þessu ári á Evrópuráðið 60 ára afmæli en það hefur verið í fararbroddi í mannréttindamálum frá stofnun þess. Á sl. áratug hefur Barnasáttmálinn verið undirstaða umfangsmikils starfs sem miðar að frekari framþróun á réttindum barnsins í ljósi þess sem að ofan greinir. Þannig má nefna tilmæli Evrópuráðsins um réttindi barna á stofnunum (2005); tilmælin um stefnu til eflingar foreldrahæfni (2006); og Samningurinn um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðisofbeldis (2007). Á vettvangi ráðsins er nú unnið að gerð leiðbeininga til aðildarríkjanna um barnvænlegt réttarkerfi. Forstjóri Barnaverndarstofu hefur tekið virkan þátt í þeirri vinnu á vegum Evrópuráðsins sem að ofan greinir. Til fróðleiks fylgja hér glærur af fyrirlestri hans sem fluttur var á ráðstefnu sem haldin var af tilefni afmælis Evrópuráðsins nýlega.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica