Stuðningur í nærsamfélagi – það sem barni er fyrir bestu

26 nóv. 2009

Þann 25. nóvember sl. stóð samstarfshópurinn NÁUM-ÁTTUM fyrir morgunverðarfundi undir yfirskriftinni „Stuðningur barns í nærsamfélaginu – það sem barni er fyrir bestu“ en Barnaverndarstofa er aðili að samstarfshópnum. Framsöguerindi fluttu Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir, Margrét Júlía Rafnsdóttir verkefnastjóri, Guðrún Helga Sederholm, fræðslu- og skólafélagsráðgjafi auk fulltrúa frá ungmennaráði Barnaheilla.

Í erindi sínu fjallaði Sæunn m.a. um að samkvæmt rannsóknum skipti mestu máli hversu fær móðir (eða sá sem annast barnið) er að lesa í tjáningu barnsins og bregðast við þeim. Börn fæðast með óþroskaðan heila sem mótast af umhverfinu og hefur það bein áhrif á vöxt heilans þegar barninu er sinnt af manneskju sem gleðst yfir tilveru þess. Börn hætta að leita eftir viðbrögðum móður (eða þeim sem annast þau) ef þau fá engin viðbrögð. Benti hún einnig á að góð tengin fólks við tilfinningar sínar er besta forvörnin og hafi foreldrar ekki góða reynslu af samskiptum við eigin foreldra þarf að hjálpa þeim að takast á við tilfinningar sínar. Sæunn er höfundur bókarinnar „Árin sem engin man – áhrif frumbernskunnar á börn og fullorðna“ sem kom út árið 2009.

Margrét Júlía fjallaði um hlutverk kennara í skólaumhverfi sem byggir á einstaklingsbundnu námi og þeim fjölþættu verkefnum sem því fylgir. Guðrún Helga kom inn á mikilvægi þess að börnin hafi aðila í skólanum sem þau geta leitað til því þjónusta í nærumhverfi skipti mestu máli. Í nýlegri rannsókn sem Guðrún Helga vann fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið þar sem rætt var við skólastjóra tíu skóla víðs vegar af landinu kom fram að sérþekkingu á sviði persónulegrar ráðgjafar skorti inn í skólana og að tryggja þurfi þjónustu við nemendur þegar kemur að slíkri ráðgjöf. Rannsóknin er aðgengileg á vefsíðu ráðuneytisins.

Yfirskrift fundarins var með tilvísun í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðana en Barnasáttmálinn er 20 ára um þessar mundir. Fulltrúi ungmennaráðs Barnaheilla lagði áhersu á að allir eiga rétt á námi við hæfi og að skólaumhverfið þurfi að vera réttlátt og lýðræðislegt. Sagði hún talsvert skorta á um það og að nauðsynlegt sé að þjálfa kennara í að vinna með þetta. Benti hún einnig á að börn væru ekki spurð þegar teknar eru ákvarðanir um þau, hvort sem er við stefnumótun eða í daglegu lífi þeirra.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica