Hópmeðferð fyrir börn sem hafa búið við ofbeldi á heimili

6 jan. 2010

Barnaverndarstofa hefur gert samning við sálfræðiþjónustuna Blær ehf. um hópmeðferð fyrir börn sem búa við þær aðstæður að ofbeldi hefur verið þáttur í heimilislífi þeirra. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs þar sem veitt verður sérhæfð þjónusta í málefnum barna og unglinga 6-18 ára er orðið hafa vitni að heimilisofbeldi og/eða orðið fyrir líkamlegu ofbeldi sjálf. Rannsóknir hafa sýnt fram á að börn sem alast upp við ofbeldi á heimili ganga í gegnum röð áfalla sem geta haft margvíslegar afleiðingar s.s. haft áhrif á tilfinningalega líðan og tilfinningastjórn, tengslamyndun, vitsmunaþroska og sjálfsmynd. Afleiðingar ofbeldis koma jafnvel fram í margskonar heilsufarsvanda mörgum árum eftir að ofbeldið á sér stað, t.d. vegna veikingar ónæmiskerfis. Þjónustan felst í hópmeðferð þar sem áfallamiðuð hugræn atferlismeðferð er lögð til grundvallar auk félagssálfræðilegra þátta. Sambærileg hópmeðferð hefur verið í boði erlendis um nokkurra ára skeið s.s. á vegum „Alternativ til Vold“ í Noregi sjá nánar á slóðinni http://www.atv-stiftelsen.no/index.cfm?kat_id=1

Barnaverndarstofa tekur á móti tilvísunum frá barnaverndarnefndum sveitarfélaga.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica