Réttindi unglinga vegna lögregluafskipta

15 jan. 2010

Nýlega féllu tveir dómar um réttindi unglinga vegna lögregluafskipa annars vegar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur (mál nr. E-8580/2009) og hins vegar hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra (mál nr. E-228/2009). Í báðum dómunum voru einstaklingum, sem voru undir 18 ára aldri þegar atvik áttu sér stað, dæmdar skaðabætur vegna þess að lögregla hafi ekki gætt nægilega vel að rétti þeirra í tengslum við dvöl á lögreglustöð. Voru viðkomandi einstaklingum m.a. dæmdar skaðabætur vegna þess að lögregla tilkynnti ekki um málin til barnaverndarnefnda án tafar.

Barnaverndarstofa vekur í þessu sambandi athygli á því að þegar grunur leikur á um að unglingur undir 18 ára aldri hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi og hún telur nauðsynlegt að fylgja rannsókn eftir með því að færa ungling á lögreglustöð er lögreglu samkvæmt framangreindum dómum fortakslaust skylt að hafa samband við barnaverndarnefnd, en kveðið er á um þá skyldu í 18. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Einnig er ljóst af umræddum dómum að lögregla þarf einnig að bera aðrar ákvarðanir, s.s. um að nauðsynlegt sé að unglingur gisti í fangaklefa, undir barnaverndarnefnd án tafar.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica