Forstöðumaður meðferðar- og skólaheimilis

22 jan. 2010

Á næstunni mun Barnaverndarstofa hefja rekstur meðferðarheimilis fyrir unglinga að Geldingalæk á Rangárvöllum. Meðferðin er ætluð unglingum sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda þegar önnur stuðningsúrræði samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga hafa ekki skilað árangri eða eru talin ófullnægjandi. Áhersla verður lögð á þátttöku foreldra og fjölskyldu í meðferðinni, þjálfun í félagsfærni og sjálfsstjórn, nám og starfshæfni, sem og undirbúning fyrir heimkomu að lokinni vistun.

Forstöðumaður meðferðarheimilisins heyrir undir Barnaverndarstofu en ber ábyrgð á starfsmannahaldi, meðferðarstarfi, daglegum rekstri og samskiptum heimilisins út á við. Forstöðumaður vinnur í nánu samstarfi við barnaverndarnefndir, Meðferðarstöð ríkisins að Stuðlum og aðra lykilaðila í meðferð fjölskyldu og barns.

Barnaverndarstofa leitar eftir einstaklingi í fullt starf sem getur veitt slíku heimili forstöðu og tekið þátt í að undirbúa og móta starfsemina. Sjá nánar auglýsingu.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica