Vistheimili að Hamarskoti

13 apr. 2010

Þann 1. janúar 2010 gerði Barnaverndarstofa samning til reynslu í 12 mánuði við hjónin Sigurð Inga Sigurðsson og Gerði Hreiðarsdóttur um rekstur vistheimilis að Hamarskoti í Flóahreppi. Vistheimilið Hamarskot er ætlað unglingum frá 16 ára aldri sem hafa lokið grunnskóla, hafa lokið meðferð á vegum Barnaverndarstofu og eiga ekki afturkvæmt á heimili sitt og barnaverndarnefnd þarf að ráðstafa skv. 25. gr. barnaverndarlaga. Hamarskot getur einnig tekið á móti þunguðum konum sem barnaverndarnefndir telja nauðsynlegt að fái aðhlynningu og meðferð á viðeigandi stofnun, sbr. 30. gr. barnaverndarlaga. Barnaverndarstofu og viðkomandi barnaverndarnefnd ber að meta þarfir viðkomandi konu í samráði við rekstraraðila áður en til vistunar hennar kemur.

Á heimilinu mega dvelja allt að fjórir unglingar undir 18 ára aldri. Að auki er heimilt að einstaklingar á aldrinum 18-20 ára búi í sjálfstæðri búsetu í smáhýsum við heimilið sjálft. Heildarfjöldi má aldrei fara yfir sex og að hámarki mega fimm einstaklingar dvelja samtímis inni á heimilinu sjálfu (ekki í sjálfstæðri búsetu).

Barnaverndarnefndir sækja um vistun beint til rekstraraðila í Hamarskoti. Ef umsóknir eru ekki í samræmi við viðmið markhópsins þarf barnaverndarnefnd að sækja um vistun til Barnaverndarstofu áður en til vistunar kemur. Óski nefndir eftir að nýta heimilið sem úrræði fyrir þungaða konu skv. 30. gr. barnaverndarlaga ber að sækja um slíkt til Barnaverndarstofu.

Nánari upplýsingar um samninginn og framkvæmd vistunar má nálgast hér.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica