Meðganga - móðir - barn

14 okt. 2010

Barnaverndarstofa vekur athygli á námskeiði á vegum Félags einstæðra foreldra
fyrir ungar verðandi mæður "Meðganga, móðir, barn" en þetta er þriðja árið sem slíkur hópur er starfræktur.

Markhópurinn er ungar einhleypar konur á aldrinum 16-25 ára en aldurstakmarkið er þó sveigjanlegt í báðar áttir og er öllum ófrískum konum sem eru u.þ.b. á fyrsta þriðjungi meðgöngu velkomið að sækja um.

Námskeiðið er jafnframt nokkurs konar stuðningshópur og fer þar fram fræðsla um meðgöngu og umönnun ungbarna ásamt fræðslu um félagsleg réttindi og margt fleira. Tveir félagsráðgjafar stjórna verkefninu ásamt ljósmóður og er áhugasömum bent á að hafa samband við Oktavíu Guðmundsdóttur, félagsrágjafa FEF (oktavia@fef.is eða sími 696 6793), eða við skrifstofu félagsins (551-1822) til þess að panta viðtal og/eða fá nánari upplýsingar.

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica