Námskeið fyrir barnaverndarnefndir

25 okt. 2010

Í september og október sl. efndi Barnaverndarstofa til alls sex heilsdagsnámskeiða fyrir barnaverndarnefndir um skipulag og vinnslu barnaverndarmála. Einnig var starfsmönnum barnaverndarnefnda gefinn kostur að sitja námskeiðið. Þar var farið í uppbyggingu barnaverndarkerfisins, helstu lög og málsmeðferð við könnun og vinnslu barnaverndarmála, úrræði á vegum Barnaverndarstofu o.fl Alls voru haldin þrjú námskeið í Reykjavík, þar af eitt sem einnig var í fjarfundi, auk þess sem haldin voru námskeið á Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum. Námskeið sem þessi eru liður í fræðsluhlutverki Barnaverndarstofu og hafa verið haldin á fjögurra ára fresti í kjölfar sveitarstjórnarkosninga.

Námskeiðin voru vel sótt og mættu alls 130 fulltrúar frá 23 barnaverndarnefndum á þau. Starfsmenn Barnaverndarstofu hafa einnig sinnt sérhæfðari námskeiðum fyrir nefndirnar og starfsmenn þeirra og er unnið að námskeiðsáætlun fyrir árið 2011.

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica