Vímuvarnir VIKU 43

2 nóv. 2010

Dagana 24. til 29. október sl. minntu aðstandendur Viku 43 á nauðsyn samstöðu og samstarfs allra við að uppræta markaðssetningu vímuefna. VIKA 43 er vettvangur félagasamtaka sem vilja leggja forvörnum lið og/eða hafa forvarnir að markmiði starfs síns, til þess að vekja athygli á forvarnastarfi og áfengis- og vímuefnamálum. Boðið var til opnunarhátíðar í Þjóðleikhúsinu og gestum boðið að sjá frumsýningu á HVAÐ EF skemmtifræðslu í KASSANUM/Þjóðleikhúsinu.

Markmið HVAÐ EF verkefnisins er að ná til allra nemenda í 9. og 10. bekk grunnskóla á landinu. Fyrirtæki og stofnanir kaupa sýningar og bjóða skólum að sækja þær en skólarnir sjá um að koma nemendum til og frá leikhúsi. Alls voru 84 sýningar á verkinu á árunum 2005-2007 fyrir 13000 unglinga og 2000 foreldra. Nú hafa verið sýndar níu sýningar á fimm dögum. Nánari upplýsinar um verkefnið er að finna á www.hvadef.com

Þá hélt VIKA 43 morgunverðarfund í samvinnu við Samstarfshópinn NÁUM ÁTTUM þar sem fjallað var um áhrif og skaðsemi kannabis. Fjallaði Brynhildur Jensdóttir ráðgjafi úr Foreldrahúsi um ranghugmyndir unglinga um kannabis, Rannveig Þórisdóttir deildarstjóri hjá lögreglunni fjallaði um þróun fíkniefnabrota á höfðuborgarsvæðinu er tengjast kannabisefnum. Að lokum fjallaði Andrés Magnússon, læknir á fíkniefnageðdeild LSH um afleiðingar kannabisneyslu.

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica