MPA ritgerð um þjónustusamninga sem stjórntæki við rekstur meðferðarheimila á vegum Barnaverndarstofu

12 nóv. 2010

Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi og stjórnsýslufræðingur hefur kannað þjónustusamninga um rekstur meðferðarheimila á vegum Barnaverndarstofu. Könnunin var liður í meistaranámi höfundar við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Höfundur naut leiðsagnar Gunnars Helga Kristinssonar prófessors við Háskóla Íslands. Um er að ræða stofnanir sem áður voru reknar á vegum Unglingaheimilis ríkisins á grundvelli ríkisreksturs en einnig nýjar stofnanir. Í ritgerðinni er fjallað um þjónustusamninga sem stjórntæki í opinberum rekstri og innleiðingu þeirra hér á landi. Farið er yfir aðdraganda að endurskipulagningu meðferðarkerfis ríkisins, upphaf og lok þjónustusamninga, s.s. val á samningsaðila og staðarval auk þess er að finna yfirlit yfir meðferðarheimilin. Gerð er grein fyrir innihaldi þjónustusamninga, árangursmælingum og takmörkunum þeirra auk framkvæmd eftirlits með ákvæðum þjónustusamninga. Í ritgerðinni er einnig skoðuð hagkvæmni við einkarekstur á grundvelli þjónustusamninga umfram ríkisrekstur og velt upp spurningunni hvort um sé að ræða raunverulegan sparnað. Lítið hefur verið ritað um þjónustusamninga hér á landi fyrir utan stjórnsýsluna s.s. fjármálaráðuneyti og forsætisráðuneyti. En frá árinu 1996 hefur verið unnið markvisst að því að fela einkaaðilum framkvæmd opinberrar þjónustu á grundvelli þjónustusamninga. Ritgerðina er hægt að nálgast á bókasafni Háskóla Íslands og Skemman.is

Útdráttur
Ritgerðin fjallar um þjónustusamninga sem stjórntæki við rekstur meðferðarheimila á vegum Barnaverndarstofu. Sjónum er beint að hvernig lög og reglugerðir um þjónustusamninga tryggja að stjórnvöld fari með raunverulegt vald til að fyrirbyggja umboðstap. Skoðað er hvaða tæki stjórnvöld hafa til að fylgjast með því að valddreifing og aukin ábyrgð skili sér í hagkvæmari rekstri og betri þjónustu. Um er að ræða eigindlega tilviksathugun. Byggist fræðilegur grunnur á hugmyndum um umboðskenningar og þau stjórntæki sem stjórnvöld beita til að ná fram ákveðnum stefnumálum við framkvæmd opinberrar þjónustu. Skoðaðir voru þjónustusamningar vegna reksturs tólf meðferðarheimila fyrir unglinga sem störfuðu á vegum Barnaverndarstofu á árunum 1995 til 2009. Barnaverndarstofa hefur verið fyrirmynd annarra ríkisstofnana við notkun þjónustusamninga við framkvæmd kjarnaþjónustu. Þrátt fyrir áherslu á aukna hagkvæmni hefur ekki átt sér stað lækkun raunkostnaðar. Þá hafa breytingar í rekstri heimilanna reynst kostnaðarsamar. Auk ítarlegra þjónustusamninga er notast við fjölda félagslegra og hagrænna gerða í formi reglugerða og verklagsreglna um hina ýmsu þætti sem búast má við að komi upp í meðferðarstarfi. Forsendur fyrir rekstur meðferðarheimila breytast yfir tíma þannig að erfitt er að finna eina rétta rekstrarformið. Á hverjum tíma þarf að meta hvaða stjórntæki eru viðeigandi til að tryggja hagkvæma og árangursríka þjónustu.

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica