Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu fyrstu níu mánuði áranna 2009 og 2010

29 nóv. 2010

Barnaverndarstofa birtir nú samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna fyrir fyrstu níu mánuði áranna 2009 og 2010. Einnig kemur fram fjöldi umsókna um þjónustu þeirra úrræða sem rekin eru á vegum Barnaverndarstofu, fyrstu níu mánuði áranna 2009 og 2010.

Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði um rúmlega 1% fyrstu níu mánuði ársins 2010 samanborið við fyrstu níu mánuði ársins 2009. Þetta er minni fjölgun en var í samanburði fyrstu þrjá mánuði og fyrstu sex mánuði áranna 2009 og 2010, en fjölgunin þá var um 3%. Nokkur munur er eftir landsvæðum, en í þessum samanburði kemur fram að tilkynningum fækkaði um tæplega 2% á höfuðborgarsvæðinu, en fjölgunina á landsbyggðinni var tæplega 7%.

Flestar tilkynningar voru vegna áhættuhegðunar barna eða 47,1% tilkynninga fyrstu níu mánuði ársins 2010, en 46,3% fyrstu níu mánuði ársins 2009. Alls voru 31,3% tilkynninga vegna vanrækslu fyrstu níu mánuði ársins 2010, en 35,2% fyrstu níu mánuði ársins 2009. Hlutfall tilkynninga um ofbeldi var 21,1% fyrstu níu mánuði ársins 2010, en 18,0% fyrstu níu mánuði ársins 2009. Hlutfall tilkynninga vegna þess að heilsu eða lífi ófædds barns var stefnt í hættu var 0,5% fyrstu níu mánuði ársins 2010, en 0,4% fyrstu níu mánuði ársins 2009.

Samanlagður fjöldi barna sem tilkynnt var um fyrstu níu mánuði ársins 2010 var 5.773 börn, en sambærileg tala fyrir árið 2009 var 5.720 börn. Tilkynnt var því um tæplega 1,0% fleiri börn fyrstu níu mánuði ársins 2010 en fyrstu níu mánuði ársins 2009. Þess ber að geta að tilkynning til barnaverndarnefndar verður að barnaverndarmáli ef tekin er ákvörðun um könnun máls í kjölfar tilkynningar.

Alls bárust 59 umsóknir fyrstu níu mánuði ársins 2010 um Fjölkerfameðferð (MST), en 46 umsóknir fyrstu níu mánuði ársins 2009. Fjölkerfameðferð (MST) snýr að fjölskyldum unglinga með fjölþættan hegðunarvanda sem kominn er á það alvarlegt stig að vistun unglings utan heimilis er talin koma til greina. Markhópurinn eru unglingar á aldrinum 12-18 ára og fer meðferðin fram á heimilum fólks. Nýtt MST meðferðarteymi tók til starfa í mars sl. og fjölgaði þerapistum þá úr fjórum í sex.

Umsóknum um meðferðarheimili fækkaði fyrstu níu mánuði ársins 2010 miðað við sama tímabil árið á undan. Umsóknir voru 109 fyrstu níu mánuði ársins 2010 en 115 fyrstu níu mánuði ársins 2009. Umsóknum um fósturheimili fyrir börn fjölgaði úr 77 umsóknum í 93 umsóknir á umræddu tímabili.

Hér má sjá skýrsluna í heild og sundurliðun á samanburði vegna tilkynninga til barnaverndarnefnda og upplýsingar varðandi umsóknir um þjónustu á vegum Barnaverndarstofu fyrir umrætt tímabil.


Nýjustu fréttir

12. maí 2022 : Nýir starfsmenn Barna- og fjölskyldustofu

Ráðningar forstöðumanna á meðferðarheimilum

Lesa meira

14. mar. 2022 : Náum áttum - Skóli fyrir öll börn. Lausnir og tækifæri til farsældar.

Morgunverðarfundur miðvikudaginn 16. mars 2022 kl. 8:30-10:00 á ZOOM

Lesa meira

04. mar. 2022 : Opnun Barna- og fjölskyldustofu

Í gær var haldin formleg opnun Barna- og fjölskyldustofu. Af því tilefni færði Ásmundur Einar Daðason Mennta- og barnamálaráðherra Ólöfu Ástu Farestveit forstjóra Barna- og fjölskyldustofu fallega mynd af hjarta með þeim orðum að stofan væri hjartað í barnaverndarkerfinu. 

11. feb. 2022 : 112-dagurinn – ofbeldi og rétt samskipti við neyðarverði 112

Þann 11. febrúar ár hvert heldur Neyðarlínan upp á 112 daginn, til að minna á neyðarnúmer allra landsmanna

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica