Barnvænlegt réttarkerfi: nýjar reglur Evrópuráðsins

14 des. 2010

Hinn 17. nóvember sl. samþykkti ráðherraráð Evrópuráðsins Leiðbeinandi reglur um barnvænlegt réttarkerfi – Guidelines for Child-friendly Justice. Reglurnar marka viss þáttaskil því aldrei fyrr hafa réttindi barna gagnvart réttarvörslukerfi verið útfærð hvorki á alþjóðavettvangi eða í einstökum þjóðríkjum það best er vitað. Reglurnar taka mið af meginreglum Barnasamnings Sameinuðu þjóðanna og taka til allra barna sem eiga samskipti við réttarvörslukerfið, óháð því hvort þau hafa stöðu brotaþola, sakbornings eða vitnis.

Ákvörðun um samningu reglnanna var tekin á fundi dómsmálaráðherra aðildaríkjanna í Lanzarote árið 2007 en á þeim fundi var samningur Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðilegri misbeitingu og kynferðisofbeldi lagður fram til undirritunar.

Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sat bæði í sérfræðinganefndinni sem samdi leiðbeinandi reglur ráðsins um “barnvænlegt réttarkerfi” svo og hinn bindndi samning Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðismisneytingu og kynferðisofbeldi. Áður hefur verið greint frá síðarefnda samningnum á vefsíðu stofunnar sjá frétt dags. 25. okt 2007.

Ástæða er til að vekja sérstaka athygli á því að í hinum leiðbeinandi reglum um barnvænlegt réttarkerfi er hugmyndafræði Barnahúss fest enn frekar í sessi, t.d. með ákvæðum reglnanna er varðar skýrslutökur af börnum í umhverfi sem er hagfellt börnum og sú áhersla sem lögð er á samstarf stofnana barninu til hagsbóta. Þá er að finna sérstakt ákvæði sem felur í sér tilmæli til aðildarríkjanna um að koma á fót fyrirkomulagi við rannsókn og meðferð kynferðisbrota á börnum í samræmi við starfsemi Barnahúss (sjá kafla V. j. í reglunum).

Hinar leiðbeinandi reglur Evrópuráðsins um barnvænlegt réttarkerfi má lesa hér

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica