Tímabundin staða lögfræðings á Barnaverndarstofu

24 jan. 2011

Barnaverndarstofa óskar eftir lögfræðingi í afleysingum í tíu til tólf mánuði. Lögfræðingur Barnaverndarstofu hefur yfirumsjón með lögfræðilegum úrlausnarefnum á stofnuninni. Meginverkefni eru meðferð og afgreiðsla kvartana yfir málsmeðferð barnaverndarnefnda, eftirlit með störfum barnaverndarnefnda, lögfræðileg ráðgjöf og fræðsla um túlkun og framkvæmd laga og reglugerða, umsagnir til Alþingis og annarra auk þátttöku í þverfaglegu starfi Barnaverndarstofu á sviði stefnumótunar og afgreiðslu einstakra verkefna. Menntun og reynsla af stjórnsýslu og málsmeðferð barnaverndarmála er æskileg.

Um er að ræða fullt starf en einnig kemur til álita að ráða fleiri en einn einstakling í hlutastarf. Viðkomandi þarf að getað hafið störf sem fyrst og eigi síðar en 1. apríl nk.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Við úrvinnslu umsókna um störfin gildir mat Barnaverndarstofu á hæfni og eiginleikum umsækjenda. Laun eru greidd skv. kjarasamningi við Stéttarfélag lögfræðinga.

Umsóknarfrestur er til 3. febrúar 2011. Allar umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests ef starf losnar að nýju. Nánari upplýsingar veitir Heiða Björg Pálmadóttir lögfræðingur Barnaverndarstofu í síma 530 2600 (www.bvs.is). Umsóknum má einnig skila rafrænt til aslaug@bvs.is.

Nýjustu fréttir

12. maí 2022 : Nýir starfsmenn Barna- og fjölskyldustofu

Ráðningar forstöðumanna á meðferðarheimilum

Lesa meira

14. mar. 2022 : Náum áttum - Skóli fyrir öll börn. Lausnir og tækifæri til farsældar.

Morgunverðarfundur miðvikudaginn 16. mars 2022 kl. 8:30-10:00 á ZOOM

Lesa meira

04. mar. 2022 : Opnun Barna- og fjölskyldustofu

Í gær var haldin formleg opnun Barna- og fjölskyldustofu. Af því tilefni færði Ásmundur Einar Daðason Mennta- og barnamálaráðherra Ólöfu Ástu Farestveit forstjóra Barna- og fjölskyldustofu fallega mynd af hjarta með þeim orðum að stofan væri hjartað í barnaverndarkerfinu. 

11. feb. 2022 : 112-dagurinn – ofbeldi og rétt samskipti við neyðarverði 112

Þann 11. febrúar ár hvert heldur Neyðarlínan upp á 112 daginn, til að minna á neyðarnúmer allra landsmanna

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica