Málstofur um barnavernd

25 jan. 2011

Barnaverndarstofa stendur reglulega fyrir málstofum um barnavernd, í samvinnu við Barnavernd Reykjavíkur, félagsráðgjafardeild HÍ og faghóp félagsráðgjafa í barnavernd. Á málstofunum er fjallað er um ólík efni er tengjast barnavernd og barnaverndarstarfi. Næsta málstofa verður haldin mánudaginn 31. janúar nk. og hefst kl. 12.15 í fundarsal Barnaverndarstofu. Efni málstofunnar verður „Framkvæmd vistunar barna utan heimilis
á árunum 1992-2010. Málsmeðferðarreglur“
þar sem Íris Erlingsdóttir, lögfræðingur fjallar um meistararitgerð sína í lögfræði en hún skoðaði úrskurði Barnaverndarráðs og dóma héraðsdóma og Hæstaréttar.

Mánudaginn 7. mars nk. mun Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi fjalla um meistararitgerð sína í félagsráðgjöf þar sem hún kannaði hvernig hagsmunir og sjónarmið barna koma fram í dómum í barnaverndarmálum á Íslandi.

Málstofurnar eru fyrst og fremst ætlaðar barnaverndarstarfsmönnum, samstarfsfólki þeirra og þeim sem áhuga hafa á barnaverndarstarfi.

Nýjustu fréttir

19. okt. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 9 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

12. okt. 2021 : Náum áttum - morgunverðarfundur miðvikudaginn 13. október 2021 kl. 8:30-10:00 á Zoom

Náum áttum er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál eftirfarinna aðila: Barnaheill-Save the Children á Íslandi, Barnaverndastofa, Embætti landlæknis, Félag fagfólks í frístundaþjónustu, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Heimili og skóli, IOGT á Íslandi, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Umboðsmaður barna, Vímulaus æska/Foreldrahús og Þjóðkirkjan.

 

Yfirskift fundarins er: Leiðir að félagsfærni og vellíðan barna í skólum og er fundurinn opinn öllum sem hafa áhuga. Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast hér .

Skráning fer fram á naumattum.is

Hjólabrettastelpa

23. ágú. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 6 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica