Málstofur um barnavernd

25 jan. 2011

Barnaverndarstofa stendur reglulega fyrir málstofum um barnavernd, í samvinnu við Barnavernd Reykjavíkur, félagsráðgjafardeild HÍ og faghóp félagsráðgjafa í barnavernd. Á málstofunum er fjallað er um ólík efni er tengjast barnavernd og barnaverndarstarfi. Næsta málstofa verður haldin mánudaginn 31. janúar nk. og hefst kl. 12.15 í fundarsal Barnaverndarstofu. Efni málstofunnar verður „Framkvæmd vistunar barna utan heimilis
á árunum 1992-2010. Málsmeðferðarreglur“
þar sem Íris Erlingsdóttir, lögfræðingur fjallar um meistararitgerð sína í lögfræði en hún skoðaði úrskurði Barnaverndarráðs og dóma héraðsdóma og Hæstaréttar.

Mánudaginn 7. mars nk. mun Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi fjalla um meistararitgerð sína í félagsráðgjöf þar sem hún kannaði hvernig hagsmunir og sjónarmið barna koma fram í dómum í barnaverndarmálum á Íslandi.

Málstofurnar eru fyrst og fremst ætlaðar barnaverndarstarfsmönnum, samstarfsfólki þeirra og þeim sem áhuga hafa á barnaverndarstarfi.

Nýjustu fréttir

12. maí 2022 : Nýir starfsmenn Barna- og fjölskyldustofu

Ráðningar forstöðumanna á meðferðarheimilum

Lesa meira

14. mar. 2022 : Náum áttum - Skóli fyrir öll börn. Lausnir og tækifæri til farsældar.

Morgunverðarfundur miðvikudaginn 16. mars 2022 kl. 8:30-10:00 á ZOOM

Lesa meira

04. mar. 2022 : Opnun Barna- og fjölskyldustofu

Í gær var haldin formleg opnun Barna- og fjölskyldustofu. Af því tilefni færði Ásmundur Einar Daðason Mennta- og barnamálaráðherra Ólöfu Ástu Farestveit forstjóra Barna- og fjölskyldustofu fallega mynd af hjarta með þeim orðum að stofan væri hjartað í barnaverndarkerfinu. 

11. feb. 2022 : 112-dagurinn – ofbeldi og rétt samskipti við neyðarverði 112

Þann 11. febrúar ár hvert heldur Neyðarlínan upp á 112 daginn, til að minna á neyðarnúmer allra landsmanna

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica