Starfsdagur barnaverndarstarfsmanna

22 feb. 2011

Fagdeild félagsráðgjafa í barnavernd efnir til starfsdags barnaverndarstarfsmanna í samstarfi við barnavernd Hafnarfjarðar þann 11. mars nk. frá kl. 9.00 til 15.00 í Íþróttahúsi Hauka við Haukatorg í Hafnarfirði. Yfirskrift starfsdagsins verður: Barnavernd-seinfærra foreldra, hvernig tryggjum við hagsmuni barnanna.
Fyrirlesarar eru: Ástríður Stefánsdóttir læknir, Freydís Jóna Freysteinsdóttir félagsmálastjóri, Hanna Björg Sigurjónsdóttir lektor við HÍ og Heiða Björg Pálmadóttir lögfræðingur á Barnaverndarstofu. Nánari upplýsingar í dagskrá.

Starfsmenn barnaverndarnefnda eru hvattir til að mæta en skráning er hjá Maríu Gunnarsdóttur á netfangið maria.gunnarsdottir@reykjanesbaer.is

Fagdeildin stóð síðast fyrir starfsdegi í samstarfi við Barnavernd Reykjavíkur í október 2009, þar sem fjallað var um líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum og samvinnu við lögreglu varðandi vinnslu þeirra mála. Að loknum starfsdeginum var skipaður vinnuhópur sem hafði það hlutverk að útfæra verklagsreglur í því skyni að stuðla að markvissari vinnubrögðum og faglegri nálgun í málum þar sem grunur er um líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica