Ársskýrsla Barnaverndarstofu 2008-2009

11 apr. 2011

Barnaverndarstofa birtir nú uppfærða ársskýrslu áranna 2008-2009 þar sem bætt hefur verið við tölulegum upplýsingum úr ársskýrslum barnaverndarnefnda og vegna starfsemi Barnaverndarstofu fyrir árið 2009 en í fyrri útgáfu voru einungis upplýsingar vegna áranna 2007 og 2008. Skýrsluna má nálgast hér en hana er einnig að finna undir útgefið efni. Um er að ræða netútgáfu en unnið er að ársskýrslu vegna starfsemi Barnaverndarstofu fyrir árið 2010. Munu þær upplýsingar vera felldar inn í skýrslu þessa auk tölulegra upplýsinga úr ársskýrslum barnaverndarnefnda fyrir árið 2010 og hún þá gefin út á prenti.

Sískráning tilkynninga til barnaverndarnefnda gerir þó kleift að birta töluleg gögn um tilkynningar í barnaverndarmálum árið 2010 og hefur áður verið birtur samanburður á tilkynningum áranna 2009 og 2010.

Í formála skýrslunnar eru dregin saman helstu atriði í þróun málaflokksins hér á landi á árunum 2008 og 2009 eftir því sem fyrirliggjandi upplýsingar gefa tilefni til. Meðal annars er vikið að vísbendingum um áhrif efnahagshrunsins, þróun eftirspurnar eftir meðferð og starfsemi Barnahúss.

Nýjustu fréttir

19. okt. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 9 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

12. okt. 2021 : Náum áttum - morgunverðarfundur miðvikudaginn 13. október 2021 kl. 8:30-10:00 á Zoom

Náum áttum er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál eftirfarinna aðila: Barnaheill-Save the Children á Íslandi, Barnaverndastofa, Embætti landlæknis, Félag fagfólks í frístundaþjónustu, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Heimili og skóli, IOGT á Íslandi, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Umboðsmaður barna, Vímulaus æska/Foreldrahús og Þjóðkirkjan.

 

Yfirskift fundarins er: Leiðir að félagsfærni og vellíðan barna í skólum og er fundurinn opinn öllum sem hafa áhuga. Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast hér .

Skráning fer fram á naumattum.is

Hjólabrettastelpa

23. ágú. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 6 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica