Norræn ráðstefna um velferðarmál og fagmennsku í ágúst 2011

3 jún. 2011

Félagsráðgjafafélag Íslands, Þroskaþjálfafélag Íslands, Ís-Forsa (Samtök um rannsóknir í félagsráðgjöf), Námsbraut í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands og Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands standa saman að skipulagningu ráðstefnu í samstarfi við Norrænt samband þroskaþjálfa, Norrænt félag félagsráðgjafa, Forsa á Norðurlöndum og Norrænt félag skóla um menntun félagsráðgjafa. Ráðstefnan verður haldin á Grand hótel Reykjavík dagana 11. – 13. ágúst 2011.

Ráðstefnan er kjörinn vettvangur til umræðu um hugmyndir og þróun velferðarmála, stefnumótun, vinnulag og rannsóknir í Norrænu ljósi. Leitað hefur verið eftir fjölbreyttum framlögum frá fræðimönnum, stjórnmálafólki og sérfræðingum sem hafa áhuga á velferðarríkinu, efnahagskreppunni og fagmennsku. Auk aðalfyrirlestra verða fjölbreyttar málstofur þ.á.m. sex málstofur með samtals 30 erindum um barnavernd bæði á ensku og norðurlandamálum. Málstofur verða samhliða í þremur einingum og verður boðið upp á málstofu um barnavernd á ensku og málstofa um barnavernd á norðurlandamáli í hverri einingu sjá nánar eining 1, eining 2 og eining 3.

Meðal aðalfyrirlesara ráðstefnunnar verða:
Björn Hvinden, Professor, Head of Research & Deputy Director Norwegian Social Research (NOVA)

Jan Tøssebro, Professor, The Norwegian University of Science and Technology
Disability services in a decentralized welfare system – experiences from Nordic countries

Jorma Sipilä, Professor (emeritus), University of Tampere
Cold winds over the Nordic social care model

Rannveig Traustadóttir, Professor, University of Iceland

Sigrún Júlíusdóttir, Professor, University of Iceland
Professional knowledge-power - an ethical and political issue

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á vefsíðu ráðstefnunnar: www.yourhost.is/welfare2011

Nýjustu fréttir

27. apr. 2021 : Aðgerðir stjórnvalda gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum

Miðvikudaginn 28. apríl n.k. verður haldinn fundur þar sem farið verður yfir aðgerðir stjórnvalda til að vinna gegn kynferðislegu / stafrænu ofbeldi gegn börnum hér á landi. Aðgerðirnar fela m.a. í sér aldursmiðaða fræðslu og forvarnir, þjálfun starfsmanna innan réttargæslukerfisins, endurskoðun á verklagi og úrbætur í upplýsingamiðlun. 

Hér má nálgast tengil á viðburðinn sem verður á facebook.

https://www.facebook.com/events/476350143687436/

Lesa meira

25. mar. 2021 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna sóttvarnaraðgerða. Afgreiðslu Barnaverndarstofu í Borgartúni 21 verður lokað frá og með 25 mars til 15 apríl. Símsvörun í 530 2600 verður frá kl: 09 – 12 og 13 - 15. Áfram er hægt að senda póst á bvs@bvs.is.

Afgreiðslu Barnaverndarstofu í Borgartúni 21 verður lokað frá og með deginum í dag til 15 apríl. Símsvörun í 530 2600 verður frá kl: 09 – 12 og 13 - 15. Áfram verður hægt að ná í einstaka starfsmenn með tölvupósti og ávallt er hægt að senda póst á bvs@bvs.is Ráðgjöf mun að mestu fara fram í gegnum síma, netpóst og fjarfundarbúnað. Áfram verða símatímar fyrir almenning þriðjudaga og fimmtudaga kl 11 - 12. 

Lesa meira

05. mar. 2021 : Barnaverndarstofa biður konur afsökunar sem voru vistaðar á Laugalandi (áður Varpholt)

Hópur kvenna, sem vistaður var á meðferðarheimilinu á Laugalandi (áður Varpholt), steig nýverið fram og lýsti slæmri reynslu sinni af heimilinu undir stjórn fyrri rekstraraðila á árunum 1997 – 2007. Barnaverndarstofa biður þær konur, sem vistaðar voru á heimilinu, afsökunar á að ekki hafi verið brugðist betur við þeim upplýsingum sem stofunni bárust varðandi starfsemi heimilisins.

Lesa meira
Hjólabrettastelpa

11. feb. 2021 : 112-dagurinn – öryggi og velferð barna og ungmenna

Vitundarvakning um öryggi og velferð barna og ungmenna
112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að öryggi og velferð barna og ungmenna, enda fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda gríðarlega á síðasta ári.

Lesa meira

05. feb. 2021 : Greining á tölulegum upplýsingum fyrir árið 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrir allt árið 2020 og borið saman við tölur frá árunum 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu árin 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica