Norræn ráðstefna um velferðarmál og fagmennsku í ágúst 2011

3 jún. 2011

Félagsráðgjafafélag Íslands, Þroskaþjálfafélag Íslands, Ís-Forsa (Samtök um rannsóknir í félagsráðgjöf), Námsbraut í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands og Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands standa saman að skipulagningu ráðstefnu í samstarfi við Norrænt samband þroskaþjálfa, Norrænt félag félagsráðgjafa, Forsa á Norðurlöndum og Norrænt félag skóla um menntun félagsráðgjafa. Ráðstefnan verður haldin á Grand hótel Reykjavík dagana 11. – 13. ágúst 2011.

Ráðstefnan er kjörinn vettvangur til umræðu um hugmyndir og þróun velferðarmála, stefnumótun, vinnulag og rannsóknir í Norrænu ljósi. Leitað hefur verið eftir fjölbreyttum framlögum frá fræðimönnum, stjórnmálafólki og sérfræðingum sem hafa áhuga á velferðarríkinu, efnahagskreppunni og fagmennsku. Auk aðalfyrirlestra verða fjölbreyttar málstofur þ.á.m. sex málstofur með samtals 30 erindum um barnavernd bæði á ensku og norðurlandamálum. Málstofur verða samhliða í þremur einingum og verður boðið upp á málstofu um barnavernd á ensku og málstofa um barnavernd á norðurlandamáli í hverri einingu sjá nánar eining 1, eining 2 og eining 3.

Meðal aðalfyrirlesara ráðstefnunnar verða:
Björn Hvinden, Professor, Head of Research & Deputy Director Norwegian Social Research (NOVA)

Jan Tøssebro, Professor, The Norwegian University of Science and Technology
Disability services in a decentralized welfare system – experiences from Nordic countries

Jorma Sipilä, Professor (emeritus), University of Tampere
Cold winds over the Nordic social care model

Rannveig Traustadóttir, Professor, University of Iceland

Sigrún Júlíusdóttir, Professor, University of Iceland
Professional knowledge-power - an ethical and political issue

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á vefsíðu ráðstefnunnar: www.yourhost.is/welfare2011

Nýjustu fréttir

Hjólabrettastelpa

24. nóv. 2022 : Barnavernd á Covidtímum - kynferðisofbeldi gegn börnum

Barna-og fjölskyldustofa fer af stað með röð málstofa undir yfirskriftinni “Barnavernd á Covidtímum”.

Lesa meira

10. nóv. 2022 : Morgunverðarfundur Náum áttum 16. nóvember n.k.

Börn sem beita ofbeldi

Lesa meira

17. okt. 2022 : Morgunverðarfundur Náum áttum 19. október 2022

Ungmenni og vímuefni - áhrifaþættir í uppeldi

Lesa meira
Hjólabrettastelpa

06. okt. 2022 : Barnavernd á Covid tímum - málstofa 7. október n.k.

Þann 7. október 2022 er fyrsti fundur af fjórum þar sem fjallað verður sérstaklega um líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn börnum á Covidtímum. Einstaklingar frá Barna- og fjölskyldustofu, Barnahúsi, Barnavernd Reykjavíkur og Kvennaathvarfinu koma til okkar og halda stutt erindi.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica