Staðlar fyrir vistun eða fóstur barna

15 ágú. 2011

Barnaverndarstofa hefur endurskoðað staðla fyrir vistun eða fóstur barna á vegum barnaverndaryfirvalda sem fyrst voru gefnir út árið 2008. Staðlarnir eru árangur samstarfsverkefnis yfir 30 Evrópuríkja og tók Barnaverndarstofa virkan þátt í því starfi. Athygli er vakin á að staðlarnir byggja á frásögnum barna á stofnunum, barna í fóstri, kynforeldra, fósturforeldra og starfsfólks á stofnunum sem veittu ómetanlega innsýn í reynsluheim barna sem vistast utan heimilis.

Staðlarnir eru ætlaðir til að skilgreina kröfur um verklag, bæta gæði umönnunar og meðferðar og treysta öryggi og rétt barna sem vistuð eru utan heimilis á Íslandi. Staðlarnir hafa einnig verið notaðir sem viðmið við eftirlit á störfum starfsmanna barnaverndaryfirvalda og á umönnun og meðferð barna. Gert er ráð fyrir að allir starfsmenn barnaverndarnefnda á Íslandi fái eintök af stöðlunum sem og starfsmenn meðferðarheimila og vistheimila og aðrir þeir sem koma að barnavernd og umönnun barna vistuð utan heimilis. Hér má nálgast staðlana en þá er að finna á vefsíðu Barnaverndarstofu undir útgefið efni.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica