Staðlar fyrir vistun eða fóstur barna

15 ágú. 2011

Barnaverndarstofa hefur endurskoðað staðla fyrir vistun eða fóstur barna á vegum barnaverndaryfirvalda sem fyrst voru gefnir út árið 2008. Staðlarnir eru árangur samstarfsverkefnis yfir 30 Evrópuríkja og tók Barnaverndarstofa virkan þátt í því starfi. Athygli er vakin á að staðlarnir byggja á frásögnum barna á stofnunum, barna í fóstri, kynforeldra, fósturforeldra og starfsfólks á stofnunum sem veittu ómetanlega innsýn í reynsluheim barna sem vistast utan heimilis.

Staðlarnir eru ætlaðir til að skilgreina kröfur um verklag, bæta gæði umönnunar og meðferðar og treysta öryggi og rétt barna sem vistuð eru utan heimilis á Íslandi. Staðlarnir hafa einnig verið notaðir sem viðmið við eftirlit á störfum starfsmanna barnaverndaryfirvalda og á umönnun og meðferð barna. Gert er ráð fyrir að allir starfsmenn barnaverndarnefnda á Íslandi fái eintök af stöðlunum sem og starfsmenn meðferðarheimila og vistheimila og aðrir þeir sem koma að barnavernd og umönnun barna vistuð utan heimilis. Hér má nálgast staðlana en þá er að finna á vefsíðu Barnaverndarstofu undir útgefið efni.

Nýjustu fréttir

12. maí 2022 : Nýir starfsmenn Barna- og fjölskyldustofu

Ráðningar forstöðumanna á meðferðarheimilum

Lesa meira

14. mar. 2022 : Náum áttum - Skóli fyrir öll börn. Lausnir og tækifæri til farsældar.

Morgunverðarfundur miðvikudaginn 16. mars 2022 kl. 8:30-10:00 á ZOOM

Lesa meira

04. mar. 2022 : Opnun Barna- og fjölskyldustofu

Í gær var haldin formleg opnun Barna- og fjölskyldustofu. Af því tilefni færði Ásmundur Einar Daðason Mennta- og barnamálaráðherra Ólöfu Ástu Farestveit forstjóra Barna- og fjölskyldustofu fallega mynd af hjarta með þeim orðum að stofan væri hjartað í barnaverndarkerfinu. 

11. feb. 2022 : 112-dagurinn – ofbeldi og rétt samskipti við neyðarverði 112

Þann 11. febrúar ár hvert heldur Neyðarlínan upp á 112 daginn, til að minna á neyðarnúmer allra landsmanna

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica