Framkvæmd barnasáttmála SÞ á Íslandi

14 okt. 2011

Fjallað var um framkvæmd barnasáttmála SÞ á Íslandi á fundi sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna um barnasáttmálann. Aðstoðarmaður innanríkisráðherra fór fyrir íslensku sendinefndinni en nefndina skipuðu forstjóri Barnaverndarstofu, fulltrúi innanríkisráðuneytis, fulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytis og fulltrúi velferðarráðuneytis. Sérfræðinganefnd Sameinuðu þjóðana lagði fjölmargar spurningar fyrir íslensku sendinefndina og hvatti til þess að barnasáttmálinn yrði lögfestur á Íslandi. Ísland er enn með fyrirvara við samninginn sem lýtur að aðskilnaði ungra fanga frá fullorðnum. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu innanríkisráðuneytis. Athugasemdir sérfræðinganefndarinnar hafa borist og verður gerð grein fyrir þeim síðar.

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica