Framkvæmd barnasáttmála SÞ á Íslandi

14 okt. 2011

Fjallað var um framkvæmd barnasáttmála SÞ á Íslandi á fundi sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna um barnasáttmálann. Aðstoðarmaður innanríkisráðherra fór fyrir íslensku sendinefndinni en nefndina skipuðu forstjóri Barnaverndarstofu, fulltrúi innanríkisráðuneytis, fulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytis og fulltrúi velferðarráðuneytis. Sérfræðinganefnd Sameinuðu þjóðana lagði fjölmargar spurningar fyrir íslensku sendinefndina og hvatti til þess að barnasáttmálinn yrði lögfestur á Íslandi. Ísland er enn með fyrirvara við samninginn sem lýtur að aðskilnaði ungra fanga frá fullorðnum. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu innanríkisráðuneytis. Athugasemdir sérfræðinganefndarinnar hafa borist og verður gerð grein fyrir þeim síðar.

Nýjustu fréttir

19. okt. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 9 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

12. okt. 2021 : Náum áttum - morgunverðarfundur miðvikudaginn 13. október 2021 kl. 8:30-10:00 á Zoom

Náum áttum er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál eftirfarinna aðila: Barnaheill-Save the Children á Íslandi, Barnaverndastofa, Embætti landlæknis, Félag fagfólks í frístundaþjónustu, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Heimili og skóli, IOGT á Íslandi, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Umboðsmaður barna, Vímulaus æska/Foreldrahús og Þjóðkirkjan.

 

Yfirskift fundarins er: Leiðir að félagsfærni og vellíðan barna í skólum og er fundurinn opinn öllum sem hafa áhuga. Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast hér .

Skráning fer fram á naumattum.is

Hjólabrettastelpa

23. ágú. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 6 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica