Danska ríkisstjórnin vill barnahús

17 nóv. 2011

Danska ríkisstjórnin ákvað þann 14. október sl. að hrinda í framkvæmd áætlun um uppbyggingu 10 til 12 barnahúsa í Danmörku á næstu árum og hefur veitt til þess fé sem nemur hátt í milljarði ísl. króna. Dönsku félagasamtökin „Red Barnet“ (Save the Children, Barnaheill) hafa barist ötullega fyrir þessu máli í fleiri ár eða allt frá því að íslenska Barnahúsið fékk viðurkenningu Save the Children/Europe árið 2003 sem fyrirmyndarfyrirkomulag í rannsókn og meðferð kynferðisbrota í skýrslunni „Child Abuse and Adult Justice“ sem tók til tíu Evrópuríkja. Hér má sjá umfjöllun um viðurkenninguna á heimasíðu Barnaverndarstofu árið 2003.

Fyrir nokkrum árum var komið á fót barnvænlegri aðstöðu í tengslum við Háskólasjúkrahúsið í Árósum þar sem læknum, fulltrúum réttarvörslukerfisins og barnaverndar var gert kleift að vinna saman undir einu þaki til að forða börnum frá ítrekuðum viðtölum á mörgum stöðum. Reynslan af þessu tilraunarverkefni hefur þótt góð. Í skýrslu sem samin var af sérfræðingahópi og gefin var út fyrir 2 árum var lagt til að koma á fót 4 slíkum barnahúsum í ólíkum landshlutum og allt að 8 húsum til viðbótar þar sem færi fram rannsóknarviðtöl og meðferðarþjónusta.

Með þessari ákvörðun dönsku ríkisstjórnarinnar má segja að mörkuð hafi verið sama stefna og ríkisstjórnir í Svíþjóð og Noregi að tilhögun við rannsókn og meðferð kynferðisbrota gegn börnum verði skapaður rammi með starfsemi barnahúsa. Fyrr á þessu ári opnaði barnahús í Grænlandi og undirbúningur að fyrsta barnahúsinu í Finnlandi er vel á veg komin. Eins og kunnugt er tók íslenska barnahúsið til starfa haustið 1998 en á 13 ára starfstíma hefur það veitt um 2.600 börnum þjónustu.

Frétt Ríkisútvarpsins um málið má sjá hér
Frétt af heimasíðu Red barnet má sjá hér

Nýjustu fréttir

27. apr. 2021 : Aðgerðir stjórnvalda gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum

Miðvikudaginn 28. apríl n.k. verður haldinn fundur þar sem farið verður yfir aðgerðir stjórnvalda til að vinna gegn kynferðislegu / stafrænu ofbeldi gegn börnum hér á landi. Aðgerðirnar fela m.a. í sér aldursmiðaða fræðslu og forvarnir, þjálfun starfsmanna innan réttargæslukerfisins, endurskoðun á verklagi og úrbætur í upplýsingamiðlun. 

Hér má nálgast tengil á viðburðinn sem verður á facebook.

https://www.facebook.com/events/476350143687436/

Lesa meira

25. mar. 2021 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna sóttvarnaraðgerða. Afgreiðslu Barnaverndarstofu í Borgartúni 21 verður lokað frá og með 25 mars til 15 apríl. Símsvörun í 530 2600 verður frá kl: 09 – 12 og 13 - 15. Áfram er hægt að senda póst á bvs@bvs.is.

Afgreiðslu Barnaverndarstofu í Borgartúni 21 verður lokað frá og með deginum í dag til 15 apríl. Símsvörun í 530 2600 verður frá kl: 09 – 12 og 13 - 15. Áfram verður hægt að ná í einstaka starfsmenn með tölvupósti og ávallt er hægt að senda póst á bvs@bvs.is Ráðgjöf mun að mestu fara fram í gegnum síma, netpóst og fjarfundarbúnað. Áfram verða símatímar fyrir almenning þriðjudaga og fimmtudaga kl 11 - 12. 

Lesa meira

05. mar. 2021 : Barnaverndarstofa biður konur afsökunar sem voru vistaðar á Laugalandi (áður Varpholt)

Hópur kvenna, sem vistaður var á meðferðarheimilinu á Laugalandi (áður Varpholt), steig nýverið fram og lýsti slæmri reynslu sinni af heimilinu undir stjórn fyrri rekstraraðila á árunum 1997 – 2007. Barnaverndarstofa biður þær konur, sem vistaðar voru á heimilinu, afsökunar á að ekki hafi verið brugðist betur við þeim upplýsingum sem stofunni bárust varðandi starfsemi heimilisins.

Lesa meira
Hjólabrettastelpa

11. feb. 2021 : 112-dagurinn – öryggi og velferð barna og ungmenna

Vitundarvakning um öryggi og velferð barna og ungmenna
112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að öryggi og velferð barna og ungmenna, enda fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda gríðarlega á síðasta ári.

Lesa meira

05. feb. 2021 : Greining á tölulegum upplýsingum fyrir árið 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrir allt árið 2020 og borið saman við tölur frá árunum 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu árin 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica