Danska ríkisstjórnin vill barnahús

17 nóv. 2011

Danska ríkisstjórnin ákvað þann 14. október sl. að hrinda í framkvæmd áætlun um uppbyggingu 10 til 12 barnahúsa í Danmörku á næstu árum og hefur veitt til þess fé sem nemur hátt í milljarði ísl. króna. Dönsku félagasamtökin „Red Barnet“ (Save the Children, Barnaheill) hafa barist ötullega fyrir þessu máli í fleiri ár eða allt frá því að íslenska Barnahúsið fékk viðurkenningu Save the Children/Europe árið 2003 sem fyrirmyndarfyrirkomulag í rannsókn og meðferð kynferðisbrota í skýrslunni „Child Abuse and Adult Justice“ sem tók til tíu Evrópuríkja. Hér má sjá umfjöllun um viðurkenninguna á heimasíðu Barnaverndarstofu árið 2003.

Fyrir nokkrum árum var komið á fót barnvænlegri aðstöðu í tengslum við Háskólasjúkrahúsið í Árósum þar sem læknum, fulltrúum réttarvörslukerfisins og barnaverndar var gert kleift að vinna saman undir einu þaki til að forða börnum frá ítrekuðum viðtölum á mörgum stöðum. Reynslan af þessu tilraunarverkefni hefur þótt góð. Í skýrslu sem samin var af sérfræðingahópi og gefin var út fyrir 2 árum var lagt til að koma á fót 4 slíkum barnahúsum í ólíkum landshlutum og allt að 8 húsum til viðbótar þar sem færi fram rannsóknarviðtöl og meðferðarþjónusta.

Með þessari ákvörðun dönsku ríkisstjórnarinnar má segja að mörkuð hafi verið sama stefna og ríkisstjórnir í Svíþjóð og Noregi að tilhögun við rannsókn og meðferð kynferðisbrota gegn börnum verði skapaður rammi með starfsemi barnahúsa. Fyrr á þessu ári opnaði barnahús í Grænlandi og undirbúningur að fyrsta barnahúsinu í Finnlandi er vel á veg komin. Eins og kunnugt er tók íslenska barnahúsið til starfa haustið 1998 en á 13 ára starfstíma hefur það veitt um 2.600 börnum þjónustu.

Frétt Ríkisútvarpsins um málið má sjá hér
Frétt af heimasíðu Red barnet má sjá hér

Nýjustu fréttir

12. maí 2022 : Nýir starfsmenn Barna- og fjölskyldustofu

Ráðningar forstöðumanna á meðferðarheimilum

Lesa meira

14. mar. 2022 : Náum áttum - Skóli fyrir öll börn. Lausnir og tækifæri til farsældar.

Morgunverðarfundur miðvikudaginn 16. mars 2022 kl. 8:30-10:00 á ZOOM

Lesa meira

04. mar. 2022 : Opnun Barna- og fjölskyldustofu

Í gær var haldin formleg opnun Barna- og fjölskyldustofu. Af því tilefni færði Ásmundur Einar Daðason Mennta- og barnamálaráðherra Ólöfu Ástu Farestveit forstjóra Barna- og fjölskyldustofu fallega mynd af hjarta með þeim orðum að stofan væri hjartað í barnaverndarkerfinu. 

11. feb. 2022 : 112-dagurinn – ofbeldi og rétt samskipti við neyðarverði 112

Þann 11. febrúar ár hvert heldur Neyðarlínan upp á 112 daginn, til að minna á neyðarnúmer allra landsmanna

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica