Danska ríkisstjórnin vill barnahús

17 nóv. 2011

Danska ríkisstjórnin ákvað þann 14. október sl. að hrinda í framkvæmd áætlun um uppbyggingu 10 til 12 barnahúsa í Danmörku á næstu árum og hefur veitt til þess fé sem nemur hátt í milljarði ísl. króna. Dönsku félagasamtökin „Red Barnet“ (Save the Children, Barnaheill) hafa barist ötullega fyrir þessu máli í fleiri ár eða allt frá því að íslenska Barnahúsið fékk viðurkenningu Save the Children/Europe árið 2003 sem fyrirmyndarfyrirkomulag í rannsókn og meðferð kynferðisbrota í skýrslunni „Child Abuse and Adult Justice“ sem tók til tíu Evrópuríkja. Hér má sjá umfjöllun um viðurkenninguna á heimasíðu Barnaverndarstofu árið 2003.

Fyrir nokkrum árum var komið á fót barnvænlegri aðstöðu í tengslum við Háskólasjúkrahúsið í Árósum þar sem læknum, fulltrúum réttarvörslukerfisins og barnaverndar var gert kleift að vinna saman undir einu þaki til að forða börnum frá ítrekuðum viðtölum á mörgum stöðum. Reynslan af þessu tilraunarverkefni hefur þótt góð. Í skýrslu sem samin var af sérfræðingahópi og gefin var út fyrir 2 árum var lagt til að koma á fót 4 slíkum barnahúsum í ólíkum landshlutum og allt að 8 húsum til viðbótar þar sem færi fram rannsóknarviðtöl og meðferðarþjónusta.

Með þessari ákvörðun dönsku ríkisstjórnarinnar má segja að mörkuð hafi verið sama stefna og ríkisstjórnir í Svíþjóð og Noregi að tilhögun við rannsókn og meðferð kynferðisbrota gegn börnum verði skapaður rammi með starfsemi barnahúsa. Fyrr á þessu ári opnaði barnahús í Grænlandi og undirbúningur að fyrsta barnahúsinu í Finnlandi er vel á veg komin. Eins og kunnugt er tók íslenska barnahúsið til starfa haustið 1998 en á 13 ára starfstíma hefur það veitt um 2.600 börnum þjónustu.

Frétt Ríkisútvarpsins um málið má sjá hér
Frétt af heimasíðu Red barnet má sjá hér

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica