Forstöðumaður Stuðla

10 jan. 2012

Laus er til umsóknar staða forstöðumanns Meðferðarstöðvar ríksins fyrir unglinga, Stuðla. Stuðlar skiptast í lokaða deild og meðferðardeild en fyrirhugaðar eru breytingar og frekari þróun á þjónustu Stuðla með áherslu á bætta bráðaþjónustu og aukna eftirfylgd.

Forstöðumaður Stuðla heyrir undir Barnaverndarstofu en ber ábyrgð á starfsmannahaldi, meðferðarstarfi, daglegum rekstri og samskiptum út á við. Forstöðumaður vinnur í nánu samstarfi við barnaverndarnefndir og önnur meðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu. Einnig er mikilvæg samvinna við aðra sérfræðinga og stofnanir, skóla og aðra lykilaðila í meðferð og enduraðlögun fjölskyldu og barns.

Menntunar- og hæfniskröfur:
 Embættispróf í sálfræði. Háskólamenntun í félagsráðgjöf, uppeldisfræði eða hliðstætt nám með viðbótarmenntun kemur jafnframt til greina.
 Reynsla af meðferð barna með alvarlegan hegðunar- og vímuefnavanda og meðferð fjölskyldna þeirra.
 Staðgóð þekking á þroskaferli barna og unglinga og kenningum um þroska- og hegðunarraskanir.
 Áhugi og færni í að beita viðurkenndum aðferðum svo sem atferlismótun, hugrænni atferlismeðferð, þjálfun í félagsfærni, áhugahvetjandi samtalstækni, fjölskylduráðgjöf og -meðferð.
 Æskileg reynsla af stjórnun og rekstri.
 Lögð er áhersla á samskiptahæfni og einstaklingsbundna þætti sem að mati Barnaverndarstofu nýtast í starfi.

Umsóknarfrestur er til 23. janúar 2012. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Barnaverndarstofu og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknum skal skila til Barnaverndarstofu, Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Einnig má skila umsóknum rafrænt (ingibjorg@bvs.is).
Nánari upplýsingar veitir forstjóri Barnaverndarstofu eða Halldór Hauksson sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs í síma 530 2600.

Barnaverndarstofa áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum og framlengja umsóknarfrest ef umsækjendur uppfylla ekki skilyrði. Öllum umsóknum verður svarað skriflega þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica