Norræna barnaverndarráðstefnan 2012

13 feb. 2012

Norræna barnaverndarráðstefnan er nú haldin í 25 sinn en fyrsta ráðstefnan var haldin í Danmörku árið 1921. Frá þeim tíma hafa ráðstefnurnar verið haldnar þriðja til fimmta hvert ár og skiptast norrænu löndin á að halda þær. Norræna barnaverndarráðstefnan er mikilvægur vettvangur til að miðla þekkingu og þróun á sviði barnaverndar og er Barnaverndarstofa aðili að þessu samstarfi fyrir Íslands hönd. Að þessu sinni er ráðstefnan haldin í Stokkhólmi dagana 12-14 september 2012. Opnuð hefur verið vefsíða Norrænu Barnaverndarráðstefnunar en þar er að finna upplýsingar um ráðstefnuna, dagskrá og staðsetningu www.nordiskabarnavardskongressen.org. Með tilkomu vefsíðunar verður efni hverrar ráðstefnu aðgengilegt að ráðstefnu lokinni.

Nýjustu fréttir

19. okt. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 9 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

12. okt. 2021 : Náum áttum - morgunverðarfundur miðvikudaginn 13. október 2021 kl. 8:30-10:00 á Zoom

Náum áttum er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál eftirfarinna aðila: Barnaheill-Save the Children á Íslandi, Barnaverndastofa, Embætti landlæknis, Félag fagfólks í frístundaþjónustu, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Heimili og skóli, IOGT á Íslandi, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Umboðsmaður barna, Vímulaus æska/Foreldrahús og Þjóðkirkjan.

 

Yfirskift fundarins er: Leiðir að félagsfærni og vellíðan barna í skólum og er fundurinn opinn öllum sem hafa áhuga. Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast hér .

Skráning fer fram á naumattum.is

Hjólabrettastelpa

23. ágú. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 6 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica