Námsdagur um mikilvægi tilfinningatengsla foreldra og ungbarna

2 ágú. 2012

Miðstöð foreldra og barna stendur fyrir námsdegi í samstarfi við Þerapeiu, Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd, Embætti landlæknis og Barnaverndarstofu, föstudaginn 31. ágúst nk. kl. 9-16 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins.

Markhópur er fagfólk sem starfar í barnavernd, félags- og heilbrigðisþjónustu, auk kennara og nema á félags- og heilbrigðisvísindasviði háskóla.

Námsdagurinn fer fram á ensku og er yfirskrift dagsins "Understanding why some mothers find it hard to love their babies"

Fyrirlesari er Amanda Jones PhD klínískur sálfræðingur og sérfræðingur í fjölskyldumeðferð. Hún er heiðurs prófessor við Warwick Medical School og yfirmaður Parent-Infant Mental Health Services North East London NHS Foundation Trust. Amanda gerði doktorsrannsókn sína við Tavistock/UEL og kennir við sálfræðideild UCL og UEL. Hún hefur gert mjög athyglisverða sjónvarpsþætti í samvinnu við Channel 4 í Bretlandi um sérhæfða viðtalsmeðferð fyrir foreldra og ungbörn á fyrsta ári sem hefur það að markmiði að bæta tilfinningatengsl á milli foreldris og barns. Þættirnir eru 2 og kallast ,"Help me love my baby" en í þeim er fylgst með því hvernig meðferðaraðilinn (Amanda) hjálpar mæðrum sem eiga erfitt með að elska börnin sín. Þættirnir voru sýndir á RÚV í apríl á þessu ári, en unnið er að því nú að fá þá endursýnda í ágúst áður en Amanda kemur til landsins. Amanda hefur einnig gert 5 fræðsluþætti um geðheilbrigðisþjónustuna sem hún hefur byggt upp (Parent-Infant Mental Health Service) og ýmsar hliðar á vanda skjólstæðinganna og vinnu heilbrigðisstarfmanna sem vinna með þennan markhóp. Það er mikill fengur að því að fá svo öflugan sérfræðing á þessu sviði til landsins þar sem fjölmargar rannsóknir á síðustu 30 árum sýna fram á að góð tengslamyndun í frumbernsku er grundvöllur að góðri andlegri og líkamlegri heilsu um alla ævi.

Undirbúningshóp skipa Anna María Jónsdóttir geðlæknir, Helga Hinriksdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, Stefanía Arnardóttir hjúkrunarfræðingur og Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir (allar hjá Miðstöð foreldra og barna), Hulda Guðmundsdóttir formaður fræðslunefndar Þerapeiu, Salbjörg Bjarnadóttir geðhjúkrunarfræðingur (Embætti landlæknis) og Steinunn Bergmann félagsráðgjafi (Barnaverndarstofa).

Hér má nálgast dagskrá en nánari upplýsingar og skráning er í síma Þerapeiu 562-3990 og á netfangið terapeia@simnet.is

Þátttökugjald er kr. 15.000 og greiðist á reikning Arionbanka nr. 0336-26-9940 kt. 620587-1339 (vinsamlegast sendið staðfestingu á terapeia@simnet.is).

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica