Ársskýrsla 2008-2011

Ársskýrsla Barnaverndarstofu fyrir tímabilið 2008-2011

6 sep. 2012

Ársskýrsla Barnaverndarstofu 2008-2011 hefur nú verið prentuð og verður henni dreift á næstunni til allra samstarfsaðila stofunnar. Hægt er að nálgast skýrsluna hér og einnig á heimasíðunni undir útgefið efni.

Tekur skýrslan til starfsemi Barnaverndarstofu árin 2008-2011 og starfsemi barnaverndarnefnda árin 2007-2010. Þó gerir sískráning tilkynninga til barnaverndarnefnda kleift að birta töluleg gögn um tilkynningar í barnaverndarmálum árið 2011. Ársskýrslur frá 2007-2010 hafa áður verið birtar á rafrænu formi á heimasíðunni en einnig er að finna ársskýrslur allt frá fyrsta starfsári stofunnar árið 1995.

Í formála skýrslunnar er umfang starfsins tekið saman og er leitast við að draga ályktanir af gögnum barnaverndarnefndanna um áhrif bankahrunsins á stöðu þeirra barna sem þarfnast sérstakrar verndar samfélagsins. Barnaverndartilkynningum fjölgaði á tímabilinu eins og undanfarin ár en þær voru 8.417 árið 2007 en árið 2010 bárust nefndunum alls 9.259 tilkynningar sem vörðuðu alls 4.247 börn. Í skýrslunni eru birtar tölur yfir fjölda mála sem nefndirnar ákveða að kanna skv. ákvæðum barnaverndarlaga. Tilkynning til barnaverndarnefndar verður að barnaverndarmáli þegar ákveðið er að hefja könnun máls. Á tímabilinu 2007-2010 hækkaði hlutfall þeirra tilkynninga sem ákveðið var að kanna úr tæplega helmingi í u.þ.b. 60% en árið 2010 voru ríflega 3.100 mál í könnun. Fjöldi þeirra barna sem fengu almenn stuðningsúrræði eða var ráðstafað utan heimilis hefur lítið sem ekkert breyst í kjölfar bankahrunsins. Eftirspurn eftir meðferðarvistun hefur haldið áfram að minnka en á árinu 2011 voru rekin þrjú meðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu en í byrjun árs 2008 voru þau sjö. Innleiðing fjölkerfameðferðarinnar MST í lok árs 2008 markaði tímamót í meðferð barna og ungmenna. Þá hafa ný meðferðar- og vistunarúrræði litið dagsins ljós, s.s. mat og meðferð fyrir börn sem sýna óviðeigandi kynferðislega hegðun og þjónusta við börn sem búa við ofbeldi á heimili.

Á árinu 2008 var 10 ára starfsafmæli Barnahúss en tilkoma þess hefur gjörbreytt rannsókn og meðferð kynferðisbrota gegn börnum á Íslandi. Í lok árs 2011 höfðu hátt í 3000 börn notið þjónustu hússins frá upphafi. Hefur starfsemi Barnahúss haft áhrif á alþjóðlegum vettvangi.


Nýjustu fréttir

12. maí 2022 : Nýir starfsmenn Barna- og fjölskyldustofu

Ráðningar forstöðumanna á meðferðarheimilum

Lesa meira

14. mar. 2022 : Náum áttum - Skóli fyrir öll börn. Lausnir og tækifæri til farsældar.

Morgunverðarfundur miðvikudaginn 16. mars 2022 kl. 8:30-10:00 á ZOOM

Lesa meira

04. mar. 2022 : Opnun Barna- og fjölskyldustofu

Í gær var haldin formleg opnun Barna- og fjölskyldustofu. Af því tilefni færði Ásmundur Einar Daðason Mennta- og barnamálaráðherra Ólöfu Ástu Farestveit forstjóra Barna- og fjölskyldustofu fallega mynd af hjarta með þeim orðum að stofan væri hjartað í barnaverndarkerfinu. 

11. feb. 2022 : 112-dagurinn – ofbeldi og rétt samskipti við neyðarverði 112

Þann 11. febrúar ár hvert heldur Neyðarlínan upp á 112 daginn, til að minna á neyðarnúmer allra landsmanna

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica