Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda. 

17 des. 2012

Barnaverndarstofa birtir nú samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna fyrir fyrstu níu mánuði áranna 2011 og 2012. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í ársskýrslu Barnaverndarstofu. Einnig er hér að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu fyrir fyrstu níu mánuði áranna 2011 og 2012.

Tilkynningar til barnaverndarnefnda
Tilkynningum til barnaverndarnefnda fækkaði um 12,7% fyrstu níu mánuðum ársins 2012 samanborið við fyrstu níu mánuði ársins 2011. Fjöldi tilkynninga  var 5.800 fyrstu níu mánuði ársins 2012, en 6.644 fyrstu níu mánuði ársins 2011. Fleiri tilkynningar bárust um drengi, en stúlkur, en var hlutfall tilkynninga vegna drengja 54,0% fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2012. Kynjaskipting vegna tilkynninga í sískráningu liggur fyrir frá árinu 2012. Tilkynningum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um tæplega 16% og rúmlega 4% á landsbyggðinni. Þess ber að geta að tilkynning til barnaverndarnefndar verður að barnaverndarmáli ef tekin er ákvörðun um könnun máls í kjölfar tilkynningarinnar.

Flestar tilkynningar voru vegna áhættuhegðunar barna eða 40,9% tilkynninga fyrstu níu mánuði ársins 2012, en 45,6% fyrstu níu mánuði ársins 2011. Alls voru 35,5% tilkynninga fyrstu níu mánuði ársins 2012 vegna vanrækslu, en 30,8% fyrstu níu mánuði ársins 2011. Hlutfall tilkynninga um ofbeldi fyrstu níu mánuði ársins 2012 var 22,9%, en 22,7% fyrstu níu mánuði ársins 2011. Hlutfall tilkynninga fyrstu níu mánuði árisins 2012 vegna þess að heilsu eða lífi ófædds barns var stefnt í hættu var 0,7%, en 1% fyrstu níu mánuði ársins 2011.

Umsóknir til Barnaverndarstofu
Alls bárust 45 umsókn um MST fyrstu níu mánuði ársins 2012, en 55 umsóknir fyrstu níu mánuði ársins 2011. Fjölkerfameðferð (MST) snýr að fjölskyldum unglinga með fjölþættan hegðunarvanda sem kominn er á það alvarlegt stig að vistun unglings utan heimilis er talin koma til greina. Markhópurinn eru unglingar á aldrinum 12-18 ára og fer meðferðin fram á heimilum fólks.

Umsóknum um meðferðarheimili fækkaði fyrstu níu mánuði ársins 2012 miðað við sama tímabil árið á undan. Umsóknir voru 49 fyrstu níu mánuði ársins 2012 en 65 fyrstu níu mánuði ársins 2011. Umsóknum um fósturheimili fyrir börn fækkaði úr 106 í 82 á umræddu tímabili. 


Nýjustu fréttir

09. ágú. 2022 : Störf laus til umsóknar

Barna- og fjölskyldustofa auglýsir eftir MST meðferðaraðilum og rekstrarstjóra á Stuðla

Lesa meira
Merki BOFS

13. júl. 2022 : Ráðning forstöðumanns í Barnahúsi

Margrét Kristín Magnúsdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns í Barnahúsi. 

Lesa meira

20. jún. 2022 : Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis.

Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis en þetta er tileinkað þeim tímamótum að liðin eru 90 ár frá setningu fyrstu barnaverndarlaga hér á landi og rúmlega 25 ár síðan Barnaverndarstofa nú Barna- og fjölskyldustofa var sett á laggirnar. Sigrún Harðardóttir skrifaði undir samninginn fyrir hönd Háskóla Íslands og Ólöf Ásta Farestveit fyrir hönd Barna- og fjölskyldustofu. Skipuð verður 6-8 manna ritnefnd. Áætlað er að fræðiritið komi út fyrri hluta ársins 2024. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica