Upptaka af ráðstefnu um samstarf skóla og barnaverndar

9 jan. 2013

Vakin er athygli á því að hér á heimasíðu BVS er nú að finna upptöku af ráðstefnu sem haldin var í maí sl. um mikilvægi samstarfs skóla og barnaverndar. Að ráðstefnunni stóð Barnaverndarstofa í samstarfi við Skólastjórafélag Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök félagsmálastjóra, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og Barnavernd Reykjavíkur en mennta- og menningarmálaráðuneytið veitti styrk til tryggja útsendinguna.

 

Má geta þess að ein afurð rástefnunnar er að hafin er vinna við gerð verklags sem ætlað er að efla samstarf barnaverndar og skóla varðandi undirbúning skólagöngu fósturbarna og eftirfylgd. Verklagið byggir á Reglugerð um skólagöngu fósturbarna í grunnskólum frá 5. júní 2012.

Skólaganga fósturbarna hefur lítið verið rannsökuð hér á landi en niðurstöður nýlegrar meistaraprófsritgerðar í félagsráðgjöf benda til þess „... að bæta þurfi enn frekar framkvæmd, verklag og upplýsingamiðlun milli grunnskóla og barnaverndar þegar kemur að fósturráðstöfunum“ (http://skemman.is/handle/1946/13566). Ritgerðin er hluti af stærri rannsókn á vegum Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd (RBF).

Hér er að finna nánari upplýsingar um ráðstefnuna ásamt dagskrá, fyrirlestrum og upptöku.


Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica