Börn geta þurft að bíða í nokkrar vikur eftir fyrsta könnunarviðtali, segir Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss.

29 jan. 2013

Í hádegisfréttum á Rás 1 og 2 þann 25 janúar kom fram í viðtali við Ólöfu að mikið álag hafi verið á Barnahúsi nú í janúar og þrefalt fleiri mál komið þar inn á borð en á sama tíma í fyrra. Börn geta þurft að bíða í nokkrar vikur eftir fyrsta könnunarviðtali. 

Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss: Það er gríðarleg aukning hjá okkur núna í janúar í kjölfar umræðunnar sem að hefur verið hér í fjölmiðlum. Ég tók gróflega saman það sem okkur hefur borist núna fyrstu 24 daga mánaðarins.  Þá hafa okkur borist 43 mál sem að annaðhvort eru í vinnslu eða í bið hjá okkur og ég veit um fjölda mála sem eru á leiðinni sem barnaverndarstarfsmenn víðs vegar um landið hafa haft samband út af.

Fréttamaður: Ráðið þið við þetta? Ólöf Ásta Farestveit: Nei, við ráðum engan veginn við svona mikinn fjölda, ef við miðum við tölurnar í fyrra þá vorum við með í vinnslu um 16 mál þannig að þetta er í rauninni tvöföldun á fjölda mála og mánuðurinn ekki búinn.  Það sem gerist er að það verður lengri bið hjá okkur, þó svo að skýrslutökur hafi algjöran forgang og að við ýtum öðrum málum til hliðar.

Fréttamaður: En hvað þýðir þetta varðandi skýrslutökurnar, er bið þá eftir að það sé hægt að komast að? Ólöf Ásta Farestveit: Nei, ekki í skýrslutöku en það eru kannski könnunarviðtölin og meðferðarmálin sem þurfa að bíða svolítið. Skýrslutökur eru í algjörum forgangi hjá okkur, mál þar sem er verið að rannsaka,  réttarvörslukerfinu reynum að sinna og er í forgangi. 

Fréttamaður: Þannig að fórnarlömbin eiga ekki að finna fyrir þessu aukna álagi, eða hvað?  Ólöf Ásta Farestveit: Jú, að sjálfsögðu finna börnin fyrir því vegna þess að það er lengri bið þar til barn kemur í fyrsta viðtal, þá sérstaklega í könnunarviðtöl fyrir barnaverndarnefndirnar. Þau þurfa að bíða og það er kannski sá biðtími sem er gríðarlega erfiður bæði fyrir foreldra og barn,  þegar biðin er orðin jafnvel nokkrar vikur, það er mjög erfitt fyrir þau að bíða svo lengi.


Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica