Vitundarvakning um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum

7 feb. 2013

Í samræmi við samning Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum fól ríkisstjórn Íslands þremur ráðuneytum, þ.e. innanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti að undirbúa vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum.
Vitundarvakningin tengist þremur grunnþáttum nýrrar aðalnámskrár fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Markmiðið er m.a. að fræða börn og starfsfólk grunnskóla um eðli og afleiðingar kynferðislegs ofbeldis.
Beina á fræðslu til nemenda í 10. bekk grunnskóla og var stuttmyndin ,,Fáðu já" frumsýnd 29. janúar sl. og hefur henni verið dreift í alla grunnskóla landsins. Með stuttmyndinni fylgir leiðarvísir fyrir starfsfólk grunnskóla þar sem fram kemur hvernig best er að standa að sýningu myndarinnar, s.s. hver á að stýra umræðum í kjölfar sýningar og bent á mikilvægi þess að hafa fagaðila viðstaddan við umræður eftir myndina, sé þess kostur. Hér er hægt að fara á heimasíðu "Fáðu já" 
Sjónum er einnig beint að 2. bekk grunnskóla og hefur verið gert samkomulag við Brúðuleikhús Blátt áfram um sýningar á verkinu Krakkarnir í hverfinu, skólum að kostnaðarlausu. Þá verður fræðslu beint að kennurum og öðru starfsfólki grunnskóla.
Á vefsíðu velferðarráðuneytisins er að finna nánari upplýsingar um verkefnið og fræðsluefni.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica