112 dagurinn 2013

112 er neyðarnúmer barnaverndarnefnda

8 feb. 2013

Auglysing112 Þann 11. febrúar er 112 - dagurinn haldinn í fjölmörgum Evrópulöndum. Að þessu sinni er sjónum beint að getu almennings til þess að bregðast við á vettvangi alvarlegra slysa og veikinda, að fólk hringi í 112 og veiti fyrstu aðstoð áður en sérhæfð aðstoð berst. Einnig að vekja athygli almennings á að 112 er ekki bara neyðarnúmerið hér heima heldur einnig í löndum Evrópu.
112- dagurinn er samstarfsverkefni stofnana og félagasamtaka sem annast margvíslega neyðarþjónustu, almannavarnir og barnavernd í landinu. Þau eru Barnaverndarstofa, Embætti landlæknis, Isavia, Landhelgisgæslan, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Mannvirkjastofnun, Rauði krossinn, Ríkislögreglustjórinn, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og samstarfsaðilar um allt land.

Samstarfsaðilar hafa undirbúið ýmsar aðgerðir til þess að vekja athygli á deginum og efni hans. Gerð hefur verið könnun á þekkingu almennings á skyndihjálp þar sem fram kemur að þeir sem hafa sótt námskeið eru líklegri til að veita fyrstu hjálp, sjá nánar helstu niðurstöður könnunarinnar. Smelltu hér til að taka skyndihjálpar prófið og átta þig á skyndihjálparkunnáttu þinni. Þá er dagurinn kynntur með ýmsu móti í fjölmiðlum, fræðsla um slysavarnir og skyndihjálp fer fram í skólum í tengslum við daginn og móttaka er í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð í tilefni dagsins. Þar verður skyndihjálparmaður ársins útnefndur, veitt verða verðlaun í Eldvarnagetrauninni og tilkynnt verður um neyðarvörð ársins. Sem fyrr er lögð mikil áhersla á að 112-dagurinn nái til landsins alls. Því hafa viðbragðsaðilar á hverju svæði verið hvattir til að ræða saman um hugsanlegar aðgerðir vegna dagsins.

Í ljósi þess að 112 er neyðarnúmer barnaverndarnefnda landsins er ástæða til að vekja athygli á tilkynningaskyldunni og upplýsa almenning um það hvert er hægt að leita þegar velferð barns er í húfi. Mikilvægt er að börn og foreldrar viti hvert á að leita þegar grunur er um vanrækslu eða ofbeldi gagnvart barni. Í því skyni hefur verið útbúið veggspjald til að dreifa í leik- og grunnskóla, heilsugæslu og á aðra þá staði sem veita þjónustu fyrir börn og fjölskyldur. Hér má nálgast veggspjaldið.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica