Ættingjafóstur

undirbúningur/þjálfun, handleiðsla og eftirfylgni

1 mar. 2013

Nýlega kom út skýrsla sem gerð var á vegum NOFCA (Nordic Foster Care Association). NOFCA samanstendur af samtökum fósturforeldra, yfirvöldum og öðrum samtökum á Norðurlöndunum sem koma að málefnum fósturráðstafanna á einn eða annan hátt.  Verkefnið er styrkt af Nordplus Voksen.

Skýrslan kynnir niðurstöður verkefnisins „Fosterhjem fra barnets slekt i de nordiske land – tilbud og behove for opplæring“. Verkefninu var ætlað að safna upplýsingum frá öllum Norðurlöndunum um hvernig staðið er að þjálfun, handleiðslu og eftirfylgni fyrir þá sem eru með börn ættingja í fóstri.

Soffía Ellertsdóttir fósturforeldri, Foster Pride leiðbeinandi og nemi í sálfræði við Háskóla Íslands vann íslenska hluta rannsóknarinnar. Barnaverndarstofa útvegaði nöfn fósturforeldra sem tóku börn ættingja í fóstur hér á landi á tímabilinu 2006-2011. Fyrsti hluti skýrslunnar fjallar um lög, reglugerðir, þjálfun og handleiðslu fósturforeldra sem er til staðar á öllum Norðurlöndunum en um 12 - 33 % allra fósturbarna á Norðurlöndunum búa hjá ættingjum. Í skýrslunni er að finna niðurstöður viðtala sem tekin voru árið 2012 við 58 fósturforeldra sem voru með börn ættingja í fóstri á öllum Norðurlöndunum. Fram koma ábendingar um hvernig bæta má þjálfun, handleiðslu og stuðning til fósturforeldra sem eru með börn ættingja í fóstri. Hér má nálgast skýrsluna.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica