Aukin þjónusta fyrir börn í Kvennaathvarfinu

7 mar. 2013

Í síðdegisútvarpinu þann 5. mars sl. var rætt við Sigþrúði Guðmundsdóttur framkvæmdarstýru Kvennaathvarfsins. Þar ræddi hún m.a. þá ánægjulegu breytingu að börn í athvarfinu fá nú meiri þjónustu á vegum barnaverndar en um er að ræða tilraunaverkefni sem er í samvinnu Barnaverndarstofu, lögreglu og barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu.
Í viðtalinu segir Sigþrúður tvö hundruð konur og börn hafi dvalið í kvennaathvarfinu í Reykjavík á síðasta ári. Íbúarnir urðu 23 þegar mest lét en að meðaltali dvöldu 6 konur og 6 börn í athvarfinu á degi hverjum. Forsvarsmenn athvarfsins benda á að nú hafi orðið sú ánægjulega breyting að börn í athvarfinu fá meiri þjónustu vegna ofangreinds tilraunaverkefnis en slæmu fréttirnar eru hins vegar þær að óvenju hátt hlutfall kvenna fór aftur til ofbeldismannsins í óbreytt ástand.


Tilraunaverkefni vegna heimilisofbeldis sem nefnt er í viðtalinu og Barnaverndarstofa kallar barnvæna nálgun í vinnslu heimilsofbeldismála, hófst 15. september 2011. Samstarfsaðilar Barnaverndarstofu eru lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes. Barnaverndarstofa hefur ákveðið að framlengja verkefnið til 1. júní 2013 en það felst í:

  • að bregðast við tilkynningum frá lögreglu eða barnavernd utan skrifstofutíma vegna heimilisofbeldis eða ágreinings á milli foreldra í þeim tilvikum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer í útkall og barn/börn eru á staðnum
  • að ræða við börnin með það að leiðarljósi að kanna líðan þeirra, upplifun og viðhorf til þeirrar atburðarrásar sem leiddi til lögregluafskipta
  • að leggja mat á þörf barnanna fyrir áfallahjálp í kjölfar lögregluafskiptanna og veita þeim meðferðarviðtal eins fljótt og við verður komið
  • að gera áætlun um meðferðarþörf og kynna hana viðkomandi barnaverndarnefnd og eftir atvikum forsjáraðilum barnanna
  • að annast viðtalsmeðferð í samræmi við meðferðaráætlun í allt að 5 skipti að jafnaði
  • að skila stuttri greinargerð um hvert barn sem þjónustan tekur til og kynna hana viðkomandi barnaverndarnefnd og eftir atvikum forsjáraðilum barnsins

Hér er hægt að lesa sér meira til um verkefnið!


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica