Árangur af stuðningsúrræðum fyrir börn, unglinga og foreldra þeirra

Málþing Ís-Forsa í samstarfi við Barnaverndarstofu og Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd

3 maí 2013

Árlegt málþing Ís-Forsa er haldið í samstarfi við Barnaverndarstofu og Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd. Málþingið verður 14. maí 2013 kl. 14.00-16.00 í Háskóla Íslands, Odda, stofu 101.

Dagskrá málþingsins má sjá hér.

Málþingið er opið öllum

Félagar í Ís-Forsa eru hvattir til að koma með veggspjöld um rannsóknir og þróunarverkefni sín.

Aðgangseyrir er 2.500 kr. greiðist við inngang eða reikningur sendur á stofnanir.

Nemendur í fullu námi greiða ekki aðgangseyri, aðrir nemendur greiða kr. 1.000.

Skráning er á netfangið rbf@hi.is.

Á málþinginu mun Margrét Sigmarsdóttir sálfræðingur, verkefnisstjóri PMT-FORELDRAFÆRNI fjalla um árangur af innleiðingu PMT-FORELDRAFÆRNI á Íslandi. Zulima Gabríela Sigurðardóttir sálfræðingur, dósent við Sálfræðideild Háskóla Íslands segir frá árangri af heildstæðum stuðningi við jákvæða hegðun í grunnskólum í Reykjanesbæ. Þá mun Halldór Hauksson sálfræðingur, sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs Barnaverndarstofu fjalla um niðurstöður rannsóknar um afdrif barna sem dvöldu á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu tímabilið 2002-2007 og ræða um árangur meðferðarstarfs á vegum Barnaverndarstofu. Í lok málþingsins verður pallborðsumræða þar sem fyrirlesarar svara fyrirspurnum og ræða efni málþingsins.


Nýjustu fréttir

19. okt. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 9 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

12. okt. 2021 : Náum áttum - morgunverðarfundur miðvikudaginn 13. október 2021 kl. 8:30-10:00 á Zoom

Náum áttum er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál eftirfarinna aðila: Barnaheill-Save the Children á Íslandi, Barnaverndastofa, Embætti landlæknis, Félag fagfólks í frístundaþjónustu, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Heimili og skóli, IOGT á Íslandi, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Umboðsmaður barna, Vímulaus æska/Foreldrahús og Þjóðkirkjan.

 

Yfirskift fundarins er: Leiðir að félagsfærni og vellíðan barna í skólum og er fundurinn opinn öllum sem hafa áhuga. Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast hér .

Skráning fer fram á naumattum.is

Hjólabrettastelpa

23. ágú. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 6 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica