Vinnustofa um stuðning við seinfæra foreldra

15 maí 2013

Barnaverndarstofa stendur fyrir vinnustofu með dr. Maurice Feldman prófessor í sálfræði, dagana 24 og 28 maí nk. í fundarsal Barnaverndarstofu að Borgartúni 21 í samstarfi við rannsóknarsetur í fötlunarfræðum. Vinnustofunni er ætlað að þjálfa þátttakendur í að nota efni og gátlista sem dr. Feldman hefur þróað.
 

Vinnustofan er eftirfylgd við námskeið sem haldið var dagana 30-31 maí 2012 í samstarfi við rannsóknarsetur í fötlunarfræðum og fagdeild félagsráðgjafa í barnavernd. Leiðbeinandi námskeiðsins var dr. Feldman prófessor í sálfræði en hann hefur þróað stuðningsaðferðir, gátlista og styrkleikamiðaðar matsaðferðir fyrir fagfólk á þessu sviði. Hann er leiðandi fræðimaður á alþjóðavettvangi, sjá nánar hér. Hanna Björg Sigurjónsdóttir lektor við fötlunarfræði í Háskóla Íslands skipulagði námskeiðið og leiðbeindi ásamt dr. Feldman.

Vinnustofan byggir á því efni sem kynnt var á námskeiðinu dagana 30-31 maí í fyrra og er því ætluð þeim sem sóttu námskeiðið. Skráning er fyrir 15. maí nk. á netfangið bvs@bvs.is 


 


 


Nýjustu fréttir

19. okt. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 9 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

12. okt. 2021 : Náum áttum - morgunverðarfundur miðvikudaginn 13. október 2021 kl. 8:30-10:00 á Zoom

Náum áttum er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál eftirfarinna aðila: Barnaheill-Save the Children á Íslandi, Barnaverndastofa, Embætti landlæknis, Félag fagfólks í frístundaþjónustu, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Heimili og skóli, IOGT á Íslandi, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Umboðsmaður barna, Vímulaus æska/Foreldrahús og Þjóðkirkjan.

 

Yfirskift fundarins er: Leiðir að félagsfærni og vellíðan barna í skólum og er fundurinn opinn öllum sem hafa áhuga. Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast hér .

Skráning fer fram á naumattum.is

Hjólabrettastelpa

23. ágú. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 6 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica