Upplognar ásakanir skaða!

26 jún. 2013

Steinunn Bergmann félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu, sagði í fréttatíma Stöðvar tvö þann 23. júní sl. að upplognar ásakanir um kynferðisofbeldi gegn börnum skaði þau mál þar sem börn eru sannarlega beitt ofbeldi. Slíkt gerist reglulega í hatrömmum forsjárdeilumálum.

Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu: Því miður að þá kemur alltaf upp af og til að það koma tilkynningar til barnaverndarnefndar þar sem að verið er að ásaka foreldra um að til dæmis feður um að hafa beitt kynferðisofbeldi eða því um líku.
Hödd Vilhjálmsdóttir: Eru það bara mæður sem grípa til þessara úrræða?
Steinunn Bergmann: Það er ekki bara dæmi um það að mæður ásaki feður, það eru líka dæmi um að feður ásaki mæðurnar eða ásaki kannski nýja stjúpföðurinn sem er kominn inn á heimilið. Þannig að þetta gengur í báðar áttir. Steinunn segir að því miður sé það svo að í erfiðum forsjárdeilumálum beri foreldrar ekki alltaf hag barna sinna nægjanlega fyrir brjósti. Og að sumar forsjárdeilur séu svo hatrammar að barnaverndin hefur þurft að grípa til þess að vista börn utan heimilis þar sem að þeim er ekki vært á hvorugu heimilinu.
Steinunn Bergmann: Og þessi mál þegar fólk er að koma með falskar ásakanir að þau auðvitað skemma fyrir þessum málum sem eru raunveruleg. Af því það getur auðvitað verið að barnið sé beitt ofbeldi eða vanrækt hjá hinu foreldrinu og þá er erfitt að hlusta á slíkt ef að barnaverndin er að fá mikið af fölskum málum sem eru í raun og veru ekki á rökum reistar. Hödd: Hvaða áhrif hefur þetta á börnin þegar svona er gert?
Steinunn Bergmann: Svona deilur reyna alveg afskaplega mikið á börnin. Og það er svo erfitt fyrir barnið að fá það stöðugt yfir sig að foreldrið séu að ásaka hvort annað. Það sé verið að ræða við barnið, það er jafnvel yfirheyrt þegar það kemur heim, hvernig hjá pabba eða hvernig var hjá mömmu og börnunum þykir vænt um báða foreldra sína og vilja að sjálfsögðu vera hjá báðum og það er mjög meiðandi fyrir börnin að þurfa að hlusta á ásakanir á foreldrið sitt.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica