Barnahús hefur umbylt rannsóknum og meðferð kynferðisbrotamála á börnum!

Á evrópuráðstefnu ISPCAN var fjallað um reynsluna af Barnahúsum á Norðurlöndunum

2 okt. 2013

Á alþjóða barnaverndarþinginu í Dublin sem var haldin dagana 15 - 18 september sl. var ma. haldið málstofa um Barnahús með þátttöku sérfræðinga frá Noregi, Svíþjóð og fulltrúa Íslands, Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu.  Þar gerði Bragi grein fyrir samþykktum Evrópuráðsins, Lanzarote samningnum og leiðbeiningum um barnvinsamlegt réttarkerfi auk þess sem hann fjallaði um stofnun Barnahúss á Íslandi og starfssemi sl. 15 ár.
Carl Göran og Anne-Lise Farstad gerðu grein fyrir nýlegum úttektum á Barnahúsunum í Svíþjóð og Noregi. Niðurstöður þessara úttekta eru að reynslan af starfssemi Barnahúss í báðum löndum er talin hafa umbylt rannsóknum og meðferð kynferðisbrotamála í þágu velferðar barna. 

Hér má skoða úttektir Norðmanna á starfssemi Barnahúsa í Noregi
Barnehusevalueringen 2012 - Delrapport 1
Barnehusevalueringen 2012 - Delrapport 2
Hér má svo skoða sænsku úttektina á starfssemi Barnahúsa í Svíþjóð
En kvalitetsgranskning av 23 Svenska verksamheter

Hér má skoða fyrirlestur Braga Guðbrandssonar
Þar kom ma. fram eftirfarandi um framtíð Barnahúsa í Evrópu
Fyrsta Barnahúsið á  Grænlandi var opnað árið 2011
Í næsta mánuði munu Danir opna Barnahús í fimm borgum (Kaupmannahöfn, Óðinsvé, Árósum, Álaborg og Næstved)
Dómsmálaráðuneyti Finnlands hefur ákveðið að fara af stað með "tilrauna" Barnahús í borginni Turku á tímabilinu 2013 til 2014
Félagsmála- og Vinnumálaráðuneytið í  Litháen hefur sett af stað undirbúning að stofnun Barnahúss á árinu 2013
Önnur lönd eins og Króatía, Tyrkland, Holland og Portúgal eru með stofnun Barnahúss á stefnu sinni

Hér er hægt að skoða innihald allra fyrirlestra á ISPCAN ráðstefnunni.


Nýjustu fréttir

27. apr. 2021 : Aðgerðir stjórnvalda gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum

Miðvikudaginn 28. apríl n.k. verður haldinn fundur þar sem farið verður yfir aðgerðir stjórnvalda til að vinna gegn kynferðislegu / stafrænu ofbeldi gegn börnum hér á landi. Aðgerðirnar fela m.a. í sér aldursmiðaða fræðslu og forvarnir, þjálfun starfsmanna innan réttargæslukerfisins, endurskoðun á verklagi og úrbætur í upplýsingamiðlun. 

Hér má nálgast tengil á viðburðinn sem verður á facebook.

https://www.facebook.com/events/476350143687436/

Lesa meira

25. mar. 2021 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna sóttvarnaraðgerða. Afgreiðslu Barnaverndarstofu í Borgartúni 21 verður lokað frá og með 25 mars til 15 apríl. Símsvörun í 530 2600 verður frá kl: 09 – 12 og 13 - 15. Áfram er hægt að senda póst á bvs@bvs.is.

Afgreiðslu Barnaverndarstofu í Borgartúni 21 verður lokað frá og með deginum í dag til 15 apríl. Símsvörun í 530 2600 verður frá kl: 09 – 12 og 13 - 15. Áfram verður hægt að ná í einstaka starfsmenn með tölvupósti og ávallt er hægt að senda póst á bvs@bvs.is Ráðgjöf mun að mestu fara fram í gegnum síma, netpóst og fjarfundarbúnað. Áfram verða símatímar fyrir almenning þriðjudaga og fimmtudaga kl 11 - 12. 

Lesa meira

05. mar. 2021 : Barnaverndarstofa biður konur afsökunar sem voru vistaðar á Laugalandi (áður Varpholt)

Hópur kvenna, sem vistaður var á meðferðarheimilinu á Laugalandi (áður Varpholt), steig nýverið fram og lýsti slæmri reynslu sinni af heimilinu undir stjórn fyrri rekstraraðila á árunum 1997 – 2007. Barnaverndarstofa biður þær konur, sem vistaðar voru á heimilinu, afsökunar á að ekki hafi verið brugðist betur við þeim upplýsingum sem stofunni bárust varðandi starfsemi heimilisins.

Lesa meira
Hjólabrettastelpa

11. feb. 2021 : 112-dagurinn – öryggi og velferð barna og ungmenna

Vitundarvakning um öryggi og velferð barna og ungmenna
112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að öryggi og velferð barna og ungmenna, enda fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda gríðarlega á síðasta ári.

Lesa meira

05. feb. 2021 : Greining á tölulegum upplýsingum fyrir árið 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrir allt árið 2020 og borið saman við tölur frá árunum 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu árin 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica