Barnahús hefur umbylt rannsóknum og meðferð kynferðisbrotamála á börnum!

Á evrópuráðstefnu ISPCAN var fjallað um reynsluna af Barnahúsum á Norðurlöndunum

2 okt. 2013

Á alþjóða barnaverndarþinginu í Dublin sem var haldin dagana 15 - 18 september sl. var ma. haldið málstofa um Barnahús með þátttöku sérfræðinga frá Noregi, Svíþjóð og fulltrúa Íslands, Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu.  Þar gerði Bragi grein fyrir samþykktum Evrópuráðsins, Lanzarote samningnum og leiðbeiningum um barnvinsamlegt réttarkerfi auk þess sem hann fjallaði um stofnun Barnahúss á Íslandi og starfssemi sl. 15 ár.
Carl Göran og Anne-Lise Farstad gerðu grein fyrir nýlegum úttektum á Barnahúsunum í Svíþjóð og Noregi. Niðurstöður þessara úttekta eru að reynslan af starfssemi Barnahúss í báðum löndum er talin hafa umbylt rannsóknum og meðferð kynferðisbrotamála í þágu velferðar barna. 

Hér má skoða úttektir Norðmanna á starfssemi Barnahúsa í Noregi
Barnehusevalueringen 2012 - Delrapport 1
Barnehusevalueringen 2012 - Delrapport 2
Hér má svo skoða sænsku úttektina á starfssemi Barnahúsa í Svíþjóð
En kvalitetsgranskning av 23 Svenska verksamheter

Hér má skoða fyrirlestur Braga Guðbrandssonar
Þar kom ma. fram eftirfarandi um framtíð Barnahúsa í Evrópu
Fyrsta Barnahúsið á  Grænlandi var opnað árið 2011
Í næsta mánuði munu Danir opna Barnahús í fimm borgum (Kaupmannahöfn, Óðinsvé, Árósum, Álaborg og Næstved)
Dómsmálaráðuneyti Finnlands hefur ákveðið að fara af stað með "tilrauna" Barnahús í borginni Turku á tímabilinu 2013 til 2014
Félagsmála- og Vinnumálaráðuneytið í  Litháen hefur sett af stað undirbúning að stofnun Barnahúss á árinu 2013
Önnur lönd eins og Króatía, Tyrkland, Holland og Portúgal eru með stofnun Barnahúss á stefnu sinni

Hér er hægt að skoða innihald allra fyrirlestra á ISPCAN ráðstefnunni.


Nýjustu fréttir

19. okt. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 9 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

12. okt. 2021 : Náum áttum - morgunverðarfundur miðvikudaginn 13. október 2021 kl. 8:30-10:00 á Zoom

Náum áttum er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál eftirfarinna aðila: Barnaheill-Save the Children á Íslandi, Barnaverndastofa, Embætti landlæknis, Félag fagfólks í frístundaþjónustu, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Heimili og skóli, IOGT á Íslandi, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Umboðsmaður barna, Vímulaus æska/Foreldrahús og Þjóðkirkjan.

 

Yfirskift fundarins er: Leiðir að félagsfærni og vellíðan barna í skólum og er fundurinn opinn öllum sem hafa áhuga. Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast hér .

Skráning fer fram á naumattum.is

Hjólabrettastelpa

23. ágú. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 6 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica