Er hægt að meta verndandi- og áhættuþætti hjá börnum og fjölskyldum þeirra!

Þann 9 október sl. kynnti Hendrik Andershed ESTER matslista fyrir starfsfólki Barnaverndarstofu og barnaverndarnefnda!

14 okt. 2013

Á ráðstefnu um snemmtæka íhlutun fyrir fjölskyldur í Norrænahúsinu þann 8 október sl. flutti prófessor Henrik Andershed erindið "Evidence-based risk and protective factors and how they can be used in practice". Hann er annar af höfundum ESTER matsverkfærisins sem er notað víða á Norðurlöndunum. ESTER er skammstöfun á " Evidensbaserad STrukturerad bEdömning av Risk och skyddsfaktorer" eða á íslensku "Gagnreynt, Staðlað Mat á Áhættu- og Verndandi þáttum" sjá vefsíðuna http://www.ester-bedomning.se/

Henrik hélt síðan fyrirlestur þann 9 október í fundarsal Barnaverndarstofu Borgartúni 21, um það hvernig ESTER matsverkfærið nýtist í barnavernd. Fundurinn var ætlaður starfsfólki Barnaverndarstofu og barnaverndarnefnda. Fyrirlesturinn bar nafnið. "Introduction to ESTER - an assessment system aimed to make interventions more effective" og var innihald hans eftirfarandi.

Henrik Andershed, professor at Örebro University (Sweden), and one of the developers of ESTER will introduce the system, its background, purpose and build-up and also its research support. The first hour will be spend on this introduction and the second hour on questions and on how ESTER could be implemented on Island.

Það var góð mæting á fundinn og margar barnaverndarnefndir áhugasamar um að vera til samstarfs um innleiðingu á ESTER.

Hér er hægt að skoða slæður sem Henrik byggði sína fræðslu á.

Structure or no structure in Psychological Assessment - Is that a question?

ESTER - Introducing a fourth generation risk - need assessment instrument for youth with or at risk for conduct problems

Hér má sjá örlítið brot af fyrirlestri Henriks um ESTER (er á sænsku)  

 

 

 


Nýjustu fréttir

27. apr. 2021 : Aðgerðir stjórnvalda gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum

Miðvikudaginn 28. apríl n.k. verður haldinn fundur þar sem farið verður yfir aðgerðir stjórnvalda til að vinna gegn kynferðislegu / stafrænu ofbeldi gegn börnum hér á landi. Aðgerðirnar fela m.a. í sér aldursmiðaða fræðslu og forvarnir, þjálfun starfsmanna innan réttargæslukerfisins, endurskoðun á verklagi og úrbætur í upplýsingamiðlun. 

Hér má nálgast tengil á viðburðinn sem verður á facebook.

https://www.facebook.com/events/476350143687436/

Lesa meira

25. mar. 2021 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna sóttvarnaraðgerða. Afgreiðslu Barnaverndarstofu í Borgartúni 21 verður lokað frá og með 25 mars til 15 apríl. Símsvörun í 530 2600 verður frá kl: 09 – 12 og 13 - 15. Áfram er hægt að senda póst á bvs@bvs.is.

Afgreiðslu Barnaverndarstofu í Borgartúni 21 verður lokað frá og með deginum í dag til 15 apríl. Símsvörun í 530 2600 verður frá kl: 09 – 12 og 13 - 15. Áfram verður hægt að ná í einstaka starfsmenn með tölvupósti og ávallt er hægt að senda póst á bvs@bvs.is Ráðgjöf mun að mestu fara fram í gegnum síma, netpóst og fjarfundarbúnað. Áfram verða símatímar fyrir almenning þriðjudaga og fimmtudaga kl 11 - 12. 

Lesa meira

05. mar. 2021 : Barnaverndarstofa biður konur afsökunar sem voru vistaðar á Laugalandi (áður Varpholt)

Hópur kvenna, sem vistaður var á meðferðarheimilinu á Laugalandi (áður Varpholt), steig nýverið fram og lýsti slæmri reynslu sinni af heimilinu undir stjórn fyrri rekstraraðila á árunum 1997 – 2007. Barnaverndarstofa biður þær konur, sem vistaðar voru á heimilinu, afsökunar á að ekki hafi verið brugðist betur við þeim upplýsingum sem stofunni bárust varðandi starfsemi heimilisins.

Lesa meira
Hjólabrettastelpa

11. feb. 2021 : 112-dagurinn – öryggi og velferð barna og ungmenna

Vitundarvakning um öryggi og velferð barna og ungmenna
112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að öryggi og velferð barna og ungmenna, enda fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda gríðarlega á síðasta ári.

Lesa meira

05. feb. 2021 : Greining á tölulegum upplýsingum fyrir árið 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrir allt árið 2020 og borið saman við tölur frá árunum 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu árin 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica