Fjölkerfameðferð – Multisystemic Therapy (MST) á Íslandi 5 ára!

Í dag fagnar MST á Íslandi því að 5 góð ár eru liðin frá því að meðferðin var innleidd hér á landi.

15 nóv. 2013

Í dag fagnar MST á Íslandi því að 5 góð ár eru liðin frá því að meðferðin var innleidd hér á landi.  Í október 2008 fór Barnaverndarstofa af stað með eitt meðferðarteymi með fjórum þerapistum og teymisstjóra. Snemma árs 2010 var bætt við öðru teymi og dag eru starfandi tvö meðferðarteymi með fjórum þerapistum og teymisstjóra hvort. Teymin hafa fram til dagsins í dag unnið með um 250 fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda. Frá upphafi hefur afdrifum barnanna verið fylgt eftir með því að hringja í þær fjölskyldur sem ljúka meðferð 6,12 og 18 mánuðum eftir meðferð.  Einnig höfum við fengið upplýsingar úr gagnagrunnum lögreglu og Barnaverndarstofu.  Hér að neðan má sjá stöðu þeirra barna sem lokið hafa fullri MST meðferð og ekki farið í önnur úrræði á vegum Barnaverndarstofu á 18 mánaða tímabili.

 

 

 MST vill þakka samstarfsaðilum okkar úr skólakerfinu, Barna- og unglingageðdeild, Fjölsmiðjunni, lögreglunni og öðrum sem unnið hafa með MST fyrir frábært samstarf.  Sérstaklega þökkum við fjölskyldum barnanna og starfsmönnum barnaverndanefnda á þjónustusvæði okkar fyrir samvinnu, stuðning og tiltrú á MST. 

Hér má lesa nánar um MST

 


Nýjustu fréttir

19. okt. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 9 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

12. okt. 2021 : Náum áttum - morgunverðarfundur miðvikudaginn 13. október 2021 kl. 8:30-10:00 á Zoom

Náum áttum er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál eftirfarinna aðila: Barnaheill-Save the Children á Íslandi, Barnaverndastofa, Embætti landlæknis, Félag fagfólks í frístundaþjónustu, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Heimili og skóli, IOGT á Íslandi, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Umboðsmaður barna, Vímulaus æska/Foreldrahús og Þjóðkirkjan.

 

Yfirskift fundarins er: Leiðir að félagsfærni og vellíðan barna í skólum og er fundurinn opinn öllum sem hafa áhuga. Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast hér .

Skráning fer fram á naumattum.is

Hjólabrettastelpa

23. ágú. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 6 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica