Samhæfð þjónusta við börn með alvarlegar þroska- og geðraskanir

Félags- og húsnæðismálaráðherra kynnir tillögur um úrræði fyrir börn með alvarlegar þroska- og geðraskanir.

21 nóv. 2013

Nefnd á vegum velferðarráðuneytisins hefur skilað félags- og húsnæðismálaráðherra tillögum um úrræði fyrir börn sem stríða við alvarlegar þroska- og geðraskanir. Hér má nálgast skýrslu nefndarinnar en í nefndinni áttu sæti fulltrúar Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar, Barna- og unglingageðdeildar (BUGL), Geðdeildar Landspítala, Barnaverndarstofu, Sambands íslenskra sveitarfélaga og velferðarráðuneytis.  Helstu niðurstöður nefndarinnar eru að fella þjónustu við hlutaðeigandi börn undir þjónustukerfi fatlaðra. Tillögur nefndarinnar lúta að búsetu, samhæfðri þjónustu, snemmtækri íhlutun, fjármálum og stofnun ráðgefandi teymis. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti tillögurnar á fundi ríkisstjórnar 19. nóvember sl. Sjá nánar frétt ráðuneytisins.


Nýjustu fréttir

19. okt. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 9 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

12. okt. 2021 : Náum áttum - morgunverðarfundur miðvikudaginn 13. október 2021 kl. 8:30-10:00 á Zoom

Náum áttum er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál eftirfarinna aðila: Barnaheill-Save the Children á Íslandi, Barnaverndastofa, Embætti landlæknis, Félag fagfólks í frístundaþjónustu, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Heimili og skóli, IOGT á Íslandi, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Umboðsmaður barna, Vímulaus æska/Foreldrahús og Þjóðkirkjan.

 

Yfirskift fundarins er: Leiðir að félagsfærni og vellíðan barna í skólum og er fundurinn opinn öllum sem hafa áhuga. Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast hér .

Skráning fer fram á naumattum.is

Hjólabrettastelpa

23. ágú. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 6 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica