Samhæfð þjónusta við börn með alvarlegar þroska- og geðraskanir

Félags- og húsnæðismálaráðherra kynnir tillögur um úrræði fyrir börn með alvarlegar þroska- og geðraskanir.

21 nóv. 2013

Nefnd á vegum velferðarráðuneytisins hefur skilað félags- og húsnæðismálaráðherra tillögum um úrræði fyrir börn sem stríða við alvarlegar þroska- og geðraskanir. Hér má nálgast skýrslu nefndarinnar en í nefndinni áttu sæti fulltrúar Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar, Barna- og unglingageðdeildar (BUGL), Geðdeildar Landspítala, Barnaverndarstofu, Sambands íslenskra sveitarfélaga og velferðarráðuneytis.  Helstu niðurstöður nefndarinnar eru að fella þjónustu við hlutaðeigandi börn undir þjónustukerfi fatlaðra. Tillögur nefndarinnar lúta að búsetu, samhæfðri þjónustu, snemmtækri íhlutun, fjármálum og stofnun ráðgefandi teymis. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti tillögurnar á fundi ríkisstjórnar 19. nóvember sl. Sjá nánar frétt ráðuneytisins.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica