Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði um 7,4% fyrstu níu mánuði ársins 2013 samanborið við fyrstu níu mánuði ársins 2012

Hér er að finna samanburð á fjölda tilkynninga og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu

26 nóv. 2013

Barnaverndarstofa birtir nú samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv.  sískráningu nefndanna fyrir fyrstu níu mánuði áranna 2012 og 2013. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í ársskýrslu Barnaverndarstofu. Einnig er hér að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu fyrir fyrstu níu mánuði áranna 2012 og 2013.

Tilkynningar til barnaverndarnefnda
Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði um 7,4% fyrstu níu mánuði ársins 2013 samanborið við fyrstu níu mánuði ársins 2012. Fjöldi tilkynninga var 6.263 fyrstu níu mánuði ársins 2013, en 5.832 fyrir sama tímabil árið á undan. Fleiri tilkynningar bárust um drengi, en stúlkur, en hlutfall tilkynninga vegna drengja var 54,7% fyrst níu mánuði ársins 2013. Tilkynningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um rúmlega 3% en fjölgunin var rúmlega 17% á landsbyggðinni. Þess ber að geta að tilkynning til barnaverndarnefndar verður að barnaverndarmáli ef tekin er ákvörðun um könnun máls í kjölfar tilkynningarinnar. Flestar tilkynningar voru vegna vanrækslu eða 36,8% tilkynninga fyrstu níu mánuði ársins 2013. Fyrir sama tímabil árið á undan voru flestar tilkynningar vegna áhættuhegðunar barns eða 41,1%. Hlutfall tilkynninga um ofbeldi fyrstu níu mánuði ársins 2013 var 26,2%, en 22,9% fyrir sama tímabil árið á undan. Hlutfall tilkynninga þar sem að heilsu eða lífi ófædds barns var stefnt í hættu hækkaði úr 0,6% fyrstu níu mánuði ársins 2012 í 0,7% fyrstu níu mánuði ársins 2013.

Umsóknir til Barnaverndarstofu
Umsóknum um Stuðla fækkaði fyrstu níu mánuði ársin 2013 miðað við sama tímabil árið á undan. Umsóknir voru 27 fyrstu níu mánuði ársins 2013 en 32 fyrir sama tímabil árið á undan. Umsóknum um meðferðarheimili fjölgaði úr 17 umsóknum í 19 fyrstu níu mánuði ársins 2013 miðað við sama tímabil árið á undan. Alls bárust 57 umsókn um MST fyrstu níu mánuði ársins 2013, sem er fjölgun frá árinu á undan, en þá bárust 45 umsókn fyrir sama tímabil. Umsóknum um ábendingu um hæfa fósturforeldra fjölgaði úr 82 í 98 á umræddu tímabili.

Hér er hægt að nálgast skýrsluna í heild sinni.

 


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica