Áhættuhegðun íslenskra barna á netinu - Könnun SAFT á netnotkun barna og unglinga á Íslandi

Niðurstöður könnunar á netnotkun barna og unglinga hér á landi sýna fram á að börn eru virkir þátttakendur á netinu og birtist áhættuhegðun með ýmsu móti.

17 des. 2013

SAFT kynnir niðurstöður könnunar á netnotkun barna og unglinga hér á landi. Könnun SAFT er ætlað að kortleggja notkun barna og unglinga á netinu og öðrum skyldum miðlum en sambærilegar kannanir voru gerðar hér á landi árin 2003, 2007 og 2009. Lagðar voru spurningar fyrir börn og foreldra og var hluti könnunarinnar tileinkaður áhættu á netinu. Niðurstöðurnar staðfesta sem fyrr að börn eru virkir þátttakendur á netinu og mikilvægi þess að fullorðnir í nærumhverfi barna fylgist með netnotkun þeirra og leiðbeini með hegðun á netinu. Fram kom að um helmingur barna hafði einhvern tímann á sl. 12 mánuðum leitað að nýjum vinum á netinu og um 12% höfðu leitað að nýjum vinum tvisvar í viku eða oftar. Um þriðjungur barna höfðu bætt við vinum sem þau höfðu aldrei hitt augliti til auglitis og rúm 4% höfðu samþykkt nýja vini tvisvar í viku eða oftar á sl. mánuðum. Rúmlega 22% höfðu einhvern tímann á sl. 12 mánuðum haft samband við einhvern sem þau höfðu ekki hitt í eigin persónu og um 5% höfðu gert það tvisvar í viku eða oftar. Þá höfðu um 9% barna sent mynd eða vídeó af sér til einhverns sem þau höfðu ekki hitt í eigin persónu og 8% höfðu sent persónulegar upplýsingar t.d. fullt nafn, heimilisfang eða símanúmer til einhvers sem þau höfðu aldrei hitt augliti til auglitis. Niðurstöðurnar sýna að strákar eru líklegri en stelpur til að hafa hitt einhvern augliti til auglitis sem þeir kynntust fyrst á netinu en stelpur eru líklegri en strákar til að hafa verið beðnar að senda mynd af sér nöktum eða í ögrandi stellingum. Sjá nánar fréttatilkynningu SAFT.


Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica