Gjaldfrjálsar tannlækningar barna

Samkvæmt samningi milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands eru tannlækningar gjaldfrjálsar fyrir ákveðna hópa barna utan 2.500 kr. komugjalds. Samningurinn tekur gildi í áföngum.

9 jan. 2014

Barnaverndarstofa vekur athygli á því að tannlækningar fyrir ákveðna hópa barna eru gjaldfrjálsar utan 2.500 kr. árlegs komugjalds með tilkomu samnings milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands. Frá og með 1. janúar sl. nær samningurinn til allra þriggja ára barna og barna á aldrinum 10 til og með 17 ára. Rétt er að vekja sérstaka athygli á því að börn sem falla ekki undir aldursmörk samningsins, eru í bráðavanda og búa við erfiðar félagslegar aðstæður geta engu að síður sótt um fulla greiðsluþátttöku. Til að þessi börn öðlist greiðsluþátttöku þarf tilvísun að berast tannlækni frá heilsugæslu, barnavernd eða félagsþjónustu. Sjá nánar á vefsíðu Heilsugæslunar en upplýsingar um gjaldfrjálsar tannlækningar barna eru einnig að finna á pólsku og litháísku.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica